Morgunn - 01.06.1929, Blaðsíða 107
M 0 R GUNN
97
ítölsku, spönsku, sænsku, latínu, ungversku, rússnesku,
pólsku, norsku, hollensku, og tyrknesku. — Nú fengu þau
auðvitað að heyra, að það væri ekki svo merkilegt, þótt
þau gætu skrifað mörg mál, þar eð vitanlegt væri að þau
hefðu verið í öllum þeim löndum þar sem þessi mál eru
töluð og hefðu frábæra málagáfu. Dr. Prince vænir þau
ekki um nein svik, en bendir á að það muni ekki þykja
trygt að undirvitund þeirra hafi ekki getað lært eitthvað
óafvitandi af öllum þessum málum, úr því að þau hafi
þó á tónleikaferðum sínum komið þangað, sem þau voru
töluð og séð prentuð blöð. — Og sem dæmi þess hvað
menn geta farið langt í tilgátum sínum til þess að kom-
ast hjá þeirri skýringu að persónulegir andar hefðu verið
að verki, má nefna eina, sem kom fram um það, að
þessi alfullkomna undirvitund mannsins hefði ekki ein-
ungis sjónarminni (visual memory) og heyrnarminni
(auditiv memory) heldur gæti líka kannske haft erfða-
'minni, þannig að frú v. Reuter gæti skrifað rússnesku
upp úr sér af því að einhver forfeðra hennar hefði verið
Rússi. Og enn kom einhver með þá tilgátu, að frúin hefði
kannske sjálf verið Rússi í fyrri tilveru og síðan kynni
undirvitund hennar rússnesku! Þessar tilgátur nefnir nú
v- Reuter rétt til gamans til að sýna hvað menn stundum
geti lagt á sig að vaða yfir breiðan læk eftir vatni.
— Hann kannast við að þau mæðgin kunni meira og
uiinna í 6 eða 7 málum, en í því sem skrifað hefir verið
a þessum málum komi þó meira og minna af orðum,
sem hvorugt þeirra hafi skilið og ekki geti hann með
neinu móti skilið að undirvitund geti svarað spurningum
a t. d. ungversku, l>ótt maður hafi komið til Ungverja-
lands. — Þegar um minni undirvitundarinnar er að ræða,
þá er löngum vitnað í það, þegar vinnukonan, sem hafði
verið hjá kaþólska prestinum romsaði upp heilli þulu á
latínu í einhverskonar svefnástandi, enda þótt hún í
vöku ekki vissi sig kunna eitt einasta orð. Eins og allir
sJá, er þetta nú alt annað heldur en að svara rétt spurn-
7