Morgunn - 01.06.1929, Blaðsíða 113
MOEGUNN
103
Þar sagði Whymant frá því, að meðan hann dvaldi
í Bandaríkjunum, var honum eitt sinn boðið á tilrauna-
fund hjá Valiantine. Sá, er gerði honum þessa kost,
kvað raddir hafa fram komið á undangengnum fundum
á ýmsum tungum og þar á meðal á einhverju Austur-
landa máli, sem enginn viðstaddur skildi. En dr. Why-
mant var tjáð, að hans væri alls eigi óskað til þess að
dæma um sanngildi fyrirbrigðanna yfirleitt.
Fundarmenn töldu sig hafa fengið ýmsar þær sann-
anir um nærveru dáinna vina sinna, sem á engan hátt
yrði undan komist. Það var beinlínis til þess að fá skilið
hina ókunnu Austurlanda-tungu, að óskað var nærveru
málfræðingsins.
,,Eg hugsaði til þessa fundar með nokkurri ánægju“,
sagði fyrirlesarinn, „því að enda þótt eg sé enginn óvin-
ur spiritismans, hafði eg aldrei gefið mér tíma til að
rannsaka þau efni. Eg hugði því til kveldsins sem á-
nægjulegrar, hressandi tilbreytni“.
Algerlega kaldur og athugull sat Whymant fund-
inn. Ýmsar raddir töluðu — á ensku — við fundarmenn
um alger einkamál m. a. Sumar af þeim — eða þeir,
sem þær áttu — voru svo opinskáir, „að mér fanst sem
eg stæði á hleri, og eg roðnaði af blygðun."
Þá heyrðist sagt á ítölsku: „Christo de Angelo“.
Fylgdi því næst viðræða á sama máli. Whymant þýddi
fyrir fundarmenn: ,Segið hinni virðulegu frú, að hún
hafi brugðið heiti sínu við mig, og að hún verði að lesa
svo vel ítölsku, að hún fái talað við mig á mínu eigin
máli; hún mælir stöðugt við mig á spænsku, en það
kæri eg mig ekkert um.“
Hlutaðeigandi frú játaði að hafa rofið loforð um
þetta. Litlu seinna hvarf svo röddin yfir til ókunnrar
mállýsku, sem Whymant kvað eftir á að hefði verið
sikileyska. Nú heyrðust fleiri enskar raddir. „En skyndi-
lega barst utan úr myrkrinu ömurlegt, sundurslitið hljóð,
er samstundis kallaði fram í huga minn minningar frá