Morgunn - 01.06.1929, Blaðsíða 91
MORGUNN
81
um, sem sé fyrir innan glerið í ljósmyndavélinni, og
komi þá myndin á plötuna fyrir verkanir einhvers krafts,
sem enn er óþektur. Þegar mynd kemur á plötu, sem um-
búðirnar hafa alls eigi verið teknar af, þá virðist eitt-
hvað likt gerast. Einhver kraftur verki þá, sem eigi er
enn þektur mönnum í vorurn vitundarheimi.
Til stuðnings þessari skoðun færa spiritistar ýms
rök. í fyrsta lagi þetta: Hvernig stendur á því, að mynd-
ir koma af framliðnúm mönnum, sem enginn var eða
gat verið að hugsa um, þegar myndin kom? Þá getur hún
ekki verið mynd af hugarsmíð manna.
í öðru lagi telja skygnir menn sig stundum hafa
séð framliðna menn í hinum andlega og alment ósýnilega
líkama sínum og komizt í hugsanasamband við þá áður
eða um leið og mynd var tekin af þeim. Skygni og yfir-
venjuleg heyrn einstakra manna — miðla þeirrar teg-
undar — er þaulsönnuð gáfa, svo að alls ekki er ólíklegt,
að sögusögn miðlanna í þessu efni sé rétt. Segja þessir
skygnu menn, að þessi eða hin vitsmunavera, sem þeir
hafa stundum nákvæmlega lýst, ætli að reyna að koma
mynd af sér á ljósmyndaplötuna. Þetta hefur stundum
tekist, en stundum ekki. Svo hefir mönnum stundum
fundizt þeir fá bendingu um ]>að frá látnum vinum sín-
um, að þeir skyldi reyna að sitja fyrir hjá ákveðnum
Ijósmyndamiðli, eða öðrum, og myndi þá koma aukamynd
af hinum látna vini, ef unt reynist, og hefur það líka
stundum tekist.
í þriðja lagi hafa síðar komið skeyti hjá öðrum
^niðlum um það, að ákveðinn framliðinn maður hafi kom-
lst á mynd hjá öðrum manni. Dæmi þess var nefnt hér
að framan eftir frásögn Florizel von Reuter, og mörg
bnnur eru til.
Margir hafa alveg sannfærst um framhald persónu-
leika mannsins eftir dauða jarðlíkamans fyrir það, að
þeir hafa fengið Jækkjanlegar myndir með þessum hætti
aí látnum ástvinum sínum. Aftur telja aðrir myndirnar