Morgunn - 01.06.1929, Blaðsíða 90
80
MORGUNN
un, aö fá mynd af látnum ástvini sínum með þessum
hætti en tölur kennimanna kirkjunnar um ódauðleika
mannsins. Ef það væri sá vondi, sem þessum fyrirbrigð-
um ylli, þá virðist hann ekki vera að innræta mönnum
með þeim neina villu, eftir kenningum kirkjunnar, held-
ur þvert á móti að sannfæra þá um sannindi höfuðkenn-
ingar hennar.
I annan stað stendur kirkjan fremur báglega að
vígi, er hún skýrir bæði mynda-fyrirbrigðin og flest
önnur fyrirbrigðin, sem sálarrannsóknarmenn hafa sann-
reynt, með þeim hætti sem nú var sagt. Hin heilaga bók
kirkjunnar, biblían, er spjaldanna. á milli full af frá-
sögnum um alveg samskonar fyrirbrigði. Og fæst fyrir-
brigði spiritismans, sem standa í sambandi við söguhetj-
ur biblíunnar, stafa eftir skýrslum hennar frá hinum
vonda, heldur flest frá góðum mönnum framliðnum eða
englum Guðs kirkjunnar. Ef því menn kirkjunnar væri
sjálfum sér samkvæmir, þá yrði þeir annaðhvort að telja
sálræn fyrirbrigði biblíunnar af völdum djöfuls síns eða
þá að hverfa frá þeirri staðhæfingu sinni, að samskonar
fyrirbrigði nútímans sé af völdum hans.
Þriðju skýringuna aðhyllast spiritistar alment. Þeir
telja sannað, að framliðnir menn sé hér að verki, að vísu
ekki ávalt, en mjög oft verði engin önnur skýring full-
nægjandi. Þeir segja, að hinir framliðnu menn taki út-
frymi og afl, eða magnan, frá viðstöddum mönnum, eink-
um ljósmyndamiðlinum, byggi með því upp hinn andlega
og ósýnilega líkama annars framliðins manns að meira
eða minna leyti, eða hlutar, eða móti letur þar, sem letur
kemur á pappír eða plötur, svo að platan geti tekið mynd-
ina, enda þó að veran eða hluturinn sé ósýnilegur venju-
legu mannsauga. Stundum virðist, að þeirra hyggju, sá
hlutur eða sú vera, sem mynd kemur af, „sitja fyrir“,
eins og lifandi menn, og kemur þá myndin af henni fyrir
áhrif ljóssins á Ijósmyndaplötuna í Ijósmyndavélinni. En
stundum ætla þeir, að gert sé mót af verunni eða hlutn-