Morgunn - 01.06.1929, Blaðsíða 15
M O R G U N N
9
G. Sá stafur sé í nafninu mínu. Þá komi hann aftur með
G. Það sé kona, sem sé tengd við mig. Og svo tvítekur
hann það, að þessi kona sé beinlínis tengd við mig.
[Mér finst ekki óskynsamlegt að hugsa sér, að með
S., sem sé tengdur við mig, eigi hann við Sigurð bróður
minn. Það er ómótmælanlegt, að G. er í mínu nafni, því
að ég heiti Einar Gísli. Og konan, sem tvítekið er, að sé
í beinu sambandi við mig, geri ég ráð fyrir, að sé konan
mín, sem heitir Gíslína.
Að lokum kom eftirfarandi áminning, sem ég vissi
ekki, hvort var frá bróður mínum eða stjórnandanum.
„Við vonum að þú haldir áfram að læra. Legðu
stund á að læra lögmál hins andlega heims. Reyndu að
komast í nánara samband við bróður þinn. Bróðir þinn
kom nú fyrstur. Hann ætlar að halda áfram að gera vart
við sig“. Ég lét þess getið, að ég hafi ekki sterka trú á
því, að honum takist það, þar sem ég eigi heima. Ég hafi
verið á aragrúa af tilraunafundum, síðan er hann and-
aðist, og ég minnist þess ekki, að hann hafi gert vart við
sig með þeim hætti, að ég gæti orðið hans var.
Stjórnandinn segir þá: „Ég ætla að hjálpa bróður
þinum til þess að gera vart við sig“.
Nú er eftir að vita, hvernig það tekst. En með þessu
var fundinum lokið.
Mér finst líkt að segja um þennan fund, eins og þann,
sem á undan var genginn. Það kemur auðvitað í fyrsta
lagi ekki til nokkurra mála, að þessi kona í London hafi
haft neina vitneskju um systkini mín. í öðru lagi geta
ágizkanir ekki komið til greina; til þess eru atriðin of
mörg, þau sem tilfærð eru. Þá er í 3. lagi tilgátan um
hugsanaflutning. Mér finst engu sennilegra að skýra
þennan fund með henni. Ég átti enga von á systkynum
mínum, og ég gerði mér enga hugmynd um, hver atriði
þau mundu velja, sem sannanaefni.