Morgunn


Morgunn - 01.06.1929, Side 15

Morgunn - 01.06.1929, Side 15
M O R G U N N 9 G. Sá stafur sé í nafninu mínu. Þá komi hann aftur með G. Það sé kona, sem sé tengd við mig. Og svo tvítekur hann það, að þessi kona sé beinlínis tengd við mig. [Mér finst ekki óskynsamlegt að hugsa sér, að með S., sem sé tengdur við mig, eigi hann við Sigurð bróður minn. Það er ómótmælanlegt, að G. er í mínu nafni, því að ég heiti Einar Gísli. Og konan, sem tvítekið er, að sé í beinu sambandi við mig, geri ég ráð fyrir, að sé konan mín, sem heitir Gíslína. Að lokum kom eftirfarandi áminning, sem ég vissi ekki, hvort var frá bróður mínum eða stjórnandanum. „Við vonum að þú haldir áfram að læra. Legðu stund á að læra lögmál hins andlega heims. Reyndu að komast í nánara samband við bróður þinn. Bróðir þinn kom nú fyrstur. Hann ætlar að halda áfram að gera vart við sig“. Ég lét þess getið, að ég hafi ekki sterka trú á því, að honum takist það, þar sem ég eigi heima. Ég hafi verið á aragrúa af tilraunafundum, síðan er hann and- aðist, og ég minnist þess ekki, að hann hafi gert vart við sig með þeim hætti, að ég gæti orðið hans var. Stjórnandinn segir þá: „Ég ætla að hjálpa bróður þinum til þess að gera vart við sig“. Nú er eftir að vita, hvernig það tekst. En með þessu var fundinum lokið. Mér finst líkt að segja um þennan fund, eins og þann, sem á undan var genginn. Það kemur auðvitað í fyrsta lagi ekki til nokkurra mála, að þessi kona í London hafi haft neina vitneskju um systkini mín. í öðru lagi geta ágizkanir ekki komið til greina; til þess eru atriðin of mörg, þau sem tilfærð eru. Þá er í 3. lagi tilgátan um hugsanaflutning. Mér finst engu sennilegra að skýra þennan fund með henni. Ég átti enga von á systkynum mínum, og ég gerði mér enga hugmynd um, hver atriði þau mundu velja, sem sannanaefni.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.