Morgunn - 01.06.1929, Blaðsíða 118
108
M O R GU N N
hafði verið sent. Svarið var á þá leið, að á miðilsfundi í
Englandi, hefðu komið þau ákveðnu boð, að önnur afl-
keðjan í bifreið majórsins væri eigi nægilega sterk; hún
myndi ekki þola meira átak en það, sem yrði við 170
mílna (enskra) hraðakstur á klst. (Um 273 km.). Þá
brysti hún sundur. Og það var vegna þessara hiklausu
ummæla, að skeytið var sent.
„Gott og vel“, hugsaði Segrave, „Notum þetta sem
prófraun á sanngildi viðvörunarinnar". Þá er til Eng-
lands kom, lét hann taka fyrir festar bifreiðarinnar, sem
geymdar voru í skipinu, fór með þær á vélavinnustofu og
fékk reyndan styrkleika þeirra. Og hver var niðurstað-
an? Sú að skilaboð skeytisins reyndust rétt. önnur keðj-
an, sem majórinn lagði af stað með í einkavagni sínum
og áleit fullkomlega trausta, brast í sundur við átök,
sem samsvaraði rúmum 170 mílna hraða á klst. Hefði
nú Segrave tekið þátt í kappleiknum eins útbúinn og
upphaflega var ætlað, er bersýnilegt hvað hent hefði. Með
því aftur á móti að hlýða orðsendingunni að handan,
vanst ekki einungis glæsilegur sigur, heldur og líka það
— sem meira var um vert, og ef til vill hefir verið
meginmark sendanda — að sleppa við slys eða bana,
er skyndileg bilun á slíkri geysiferð hefði orsakað.
„Aftur spyr ég ykkur“, mælti Sir Arthur, „hvaða
kenningu viljið þið nota til að skýra þessi skilaboð?“
Frá mörgum fleiri álíka atburðum sagði hann. En hér
verða aðeins teknir tveir.
Fyrirlesarinn mintist á það, að hann væri einka
handhafi að sjö minnis-bókum, er átt hefði miðillinn
frægi og presturinn Stainton Moses. Þar hefði hann
skrifað í viðræður og boðskap framliðinna manna, þeirra,
er samband áttu við hann á ýmsum tímum. Þessum bók-
um var aldrei ætlað að koma fyrir almennings augu.
Einn viðræðukafli var þar undirritaður með nafni Benja-
mins Franklins. Nafnið var með djarflegri rithönd og
einkennilegri, og undir því var grófgert, samanbrugðið