Morgunn - 01.06.1929, Blaðsíða 89
MORGUNN
79
sú kenning, að verur þær og hlutir, sem aukamyndir þess-
ar eru af, sé hugarsmíð fjarstaddra lifandi manna, er
alveg ósönnuð, ekkert annað en tilgáta. Tilraunir þær,
sem lýst var áðan, þar sem annar beindi huganum að
hugarsmíðinni, getur varla stutt þá kenningu, að auka-
myndir á plötum í ljósmyndavél sé alment myndir af
hugsmíðum fjarstaddra manna.
Katólska kirkjan hefur aðra skýringu á reiðum hönd-
um. Segir hún, að fyrirbrigði þessi sé svikalaus af hendi
menskra manna. En að þeim valdi djöfullinn, og árar
hans, sem hún hefir lengi talið nálega allmáttkan. Ýmsir
kennimenn lútersku kirkjunnar, sem lítt eða ekki hafa
kynt sér málið, telja fyrirbrigðin öll stafa af svikum
manna og prettum. Aftur eru aðrir, sem ekki neita því,
fremur en kennimenn katólsku kirkjunnar, að fyrir-
brigðin gerist, að minsta kosti stundum, en þeir telja
sömu orsakir til þeirra sem katólskir kennimenn. Kirkj-
unnar menn, sem þessari skýringu fylgja, segja, að
djöfullinn og árar hans geti tekið á sig hvaða líki sem
þeir vilji, einnig af látnum vinum og ættingjum manna,
eins og þeir voru einhverntíma hér í lífi, til þess að
blekkja og afvegaleiða menn hér á jörðu. Þessum skýr-
ingum kirkjunnar manna er varla vandsvarað. Frá
sjónarmiði sumra manna er þessi staðhæfing kennimanna
kirkjunnar of fráleitt til l>ess, að eyðandi sé orðum að
henni. En ef hún væri rétt, þá virðist djöfull kirkjunnar
vera langt frá því eins hraklegur og hún lýsir honum
venjulega. Þungamiðja trúarkenninga kirkjunnar, bæði
katólskrar og lúterskarar, er trúin á framhald mann-
vitundarinnar eftir þann atburð, sem kallaður er dauði.
Kirkjan getur ekki talið það nema gott eitt, að glæða þá
trú og efla. Og kirkjan ætti varla heldur að geta talið
l^að mikil illvirki, þó að syrgjendum væri veitt huggun
rneð því að sýna þeim mynd látins ástvinar, eins og all-
°ft hefur verið gert, með þeim hætti, sem lýst hefur ver-
ið. Og mörgum hefir áreiðanlega reynst það meiri hugg-