Morgunn


Morgunn - 01.06.1929, Síða 36

Morgunn - 01.06.1929, Síða 36
30 MORGUNN hann var þar ekki, og ekkjan kvaðst hafa gefið elzta syni sínum frakkann, en hann bjó 20 enskar mílur í burtu. Mánudaginn 6. júlí fór sonurinn, sem dreymt hafði drauminn, til bróður síns og fann frakkann, og þar var saumað innan í vasann lítið blað; á því voru þessi orð, rituð með hendi föður hans: „Lesið 27. kapítulann í 1. Mósebók í gömlu biblíunni hans pabba míns“. Nú var sonurinn orðinn svo viss um, að eitthvað merkilegt væri á seyði, að hann vildi ekki fara heim til móður sinnar að athuga biblíuna án þess að hafa með sjer vitni; hann fékk því einn nágranna sinn, Th. Blackwelder, til að fara með sér, og dóttir hans og dóttir Blackwelders voru einnig viðstaddar. Þau leituðu lengi, áður en þau fundu biblíuna; loks fanst hún í skrifborðsskúffu uppi á lofti. Bókin var svo lasin, að hún datt í þrjá parta. Black- welder tók upp fyrsta partinn og fletti, unz hann kom að 27. kapítulanum í 1. Mósebók. Þar voru tvö blöð brotin saman, svo að það myndaðist hólkur, og í þeim hólk fann Blackwelder arfleiðsluskrána, þ. e. a. s. skjal, dagsett 16. jan. 1919, þar sem James L. Chaffin ákvað, að eigur sínar skyldu skiftast jafnt á milli fjögra sona sinna og þeir allir sjá um móður sína. Þessa ákvörðun kvaðst hann hafa tekið, eftir að hann hafði lesið 27. kap. í 1. Mósebók, þar sem sagt er frá því, er Jakob vélar frumburðarréttinn frá Esaú bróður sínum. Skjalið var óvottfest, en ritað með hendi arfleiðanda, og samkvæmt lögum fylkisins var það nægilegt, til þess að arfleiðslu- skráin væri gild. — Því næst var hún lögð fram fyrir rétt sem síðasta arfleiðsluskrá James L. Chaffins, því að upprunalegi erfinginn var dáinn, en ekkja hans og sonur vildu vefengja skrána. Málið fór þannig, að úr varð samkomulag, áður en til dóms kæmi, því að í mat- málshléi í réttinum var ekkjunni og syni hennar sýnd arfleiðsluskráin, og virðast þau þá hafa viðurkent, að hún væri gild, eða að minsta kosti tóku þau aftur ve- fengingu sína, enda voru 10 vitni reiðubúin að sverja.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.