Morgunn


Morgunn - 01.06.1929, Side 100

Morgunn - 01.06.1929, Side 100
90 MORGUNN Næsta kvöld kom fram kafli ritaður á ítölsku og segir þar Paganini svo frá lífi sínu: -----„Eg var einmana og síleitandi að sannri ástúð, sem eg aldrei fann. Lygar hafa menn breytt út um mig. Eg var ekki nirfill, og varði altaf miklu fé til styrktar fátæklingum og vanræktum börnum, en altaf svo að lítið bar á. Aftur hafði eg gaman af að leika á fjöldann. í rauninni var eg ekki slarkfenginn. Mér leið illa á upp- vaxtarárunum. Faðir minn var grófgeðja og beitti mig hörku. Móðir mín var mér ekki vond, en skorti hug- rekki til að taka málstað minn. Samúð fann eg aldrei. Eg hvorki reykti né drakk og lifði heldur ekki á kjöt- kræsingum. Á hverjum degi hlýddi eg heilagri messu, en samt var eg altaf kallaður djöfull. Mér hefir nú verið fyrirgefið mikið vegna þess, hvað illa var farið með mig á æskuárunum, enda dvel eg nú meðal vina, glaður og ánægður.-----------“ Við þessa frásögn bætir v. R. þeirri athugasemd, að enda þótt flestir, sem ritað hafa um Paganini, hafi gert sér far um að sverta dagfar hans, þá kveðst hann nýlega hafa fundið ítalskt rit um Paganini, sem skýrir frá því, að eftir lát listamannsins hafi fundist fjöldi ]>akkarbréfa til hans frá ýmsum góðgerðarstofnunum, sem hann hafði styrkt. í annað sinn skrifaði Paganini greinargerð um það hvernig myndast hefði þetta nána samband hans við þau Reuters-mæðgin. Hann kvaðst þegar áður en v. Reuter fæddist hafa orðið snortinn af þeirri sterku trú, sem frú Reuter hafi haft á því að hann (Pag.) væri enn við lýði og hrifist af þeirri heitu ósk hennar um það að eignast son honum líkan. Sagði hann, að þetta hefði skapað hjá sér hvöt til að gera það sem í sínu valdi stæði til að stuðla að því að ósk hennar gæti rætzt, enda hefði það nú orðið öllum vonum fremur. Eg hefi nú verið alllangorður um sambandið við Paganini, vegna þess að v. R. leggur líka mesta áherzlu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.