Morgunn - 01.12.1943, Síða 6
100
M 0 R G U N N
innlenda eða erlenda, er aðalstarf þess að vera fræðslu-
félag um sálarrannsóknamálið. Tímaritinu MORGNI hef-
ur verið haldið úti í 24 ár. Ilefur það flutt lesendum sín-
um geysimikinn fróðleik og notið mikilla vinsælda, bæði
hér í höfuðstaðnum og víða í byggðum landsins, enda er
kaupendafjöldi þess í stöðugum vexti. Félagið er fyrst
og fremst fræðslufélag og fundirnir miðaðir við það, og
þegar þess er gætt, að á liðnum 25 árum hefur mikill
fjöldi manna verið í félaginu um lengri eða skemmri
tíma, verður auðsætt, að þörfin fyrir það hefur ekki
verið lítil og að áhrifalaust hafi það ekki verið á andlegt
líf þjóðarinnar.
Þau áhrif ber þó vitanlega fyrst og fremst að þakka
írumherjum málefnisins hér á landi, þeim prófessor
Haraldi Níelssyni og Einari H. Kvaran. Sálarrannsókn-
irnnr hefðu vafalaust borizt hingað til lands, þótt þessara
manna hefði ekki notið við, en það var gæfa vor, að
þessir óvenjulega mikilhæfu, og þó á ýmsan hátt ólíku
menn auk Björns Jónssonar, ritstj. og ráðherra og ann-
ara ágætra manna, skyldu gerast frumherjar þess með
þjóð vorri. Þótt þeir séu horfnir af jarðneska sjónar-
sviðinu höfum vér ríka ástæðu til að ætla, að þeir fylgist
með starfi voru enn og ég vil biðja yður að rísa úr sæt-
um og beina hljóöum hug þakklætis og ástúðar til þeirra.
Ilvað hefir Sálarrannsóknafélag Islands verið að boða
þjóð vorri í 25 ár?
Hindurvitni, — segja sumir. En er það sennilegt, að
slíku máli hefði unnað og starfað fyrir það til síðustu
stundar einn varfærnasti vitmaður þjóðar vorrar síðasta
mannsaldurinn, prófað það í eldi vitsmuna sinna og Víð-
tækrar þekkingar og unnað því æ meir, sem lengra leið,
— en þar á ég við Einar Iljörleifsson Kvaran?
Lygi> — segja aðrir. En er það sennilegt, að fyrir slíkt
mál hefði starfað af brennandi eldmóði einhver grand-
varasti sannleiksleitandi þjóðar vorrar, og einn máttug-