Morgunn - 01.12.1943, Page 7
M 0 R G U N N
101
asti sannleikspostuli íslenzkrar kristni á síðustu öldum,
— en þar á ég við próf. Harald Níelsson?
llvað hefur S. R. F. 1. verið að boða um síðastliðin 25
ár?
Nafn félagsins segir til um það, enda þótt félagið hafi
af skiljanlegum ástæðum frekar verið boðberi þess, sem
frægustu rannsóknamennirnir erlendir hafa lagt til mál-
anna, en að það hafi verið þess umkomið að reka veruleg-
ar rannsóknir sjálft. En svo er það í öðrum greinum vís-
indanna, að vér íslendingar höfum harla lítið lagf til
málanna í vísindalegum rannsóknum sjálfir, nema þar
sem um séríslenzk efni er að ræða.
Brezka Sálarrannsóknafélagið, sem er elzta og viiðu-
legasta félag þeirrar greinar í heiminum, var ekki stofn-
að til þess að sanna framhaldslífið, lieldur til þess að
rannsaka merkileg sálræn fyrirbrigði. En flestum þeim,
sem rannsóknirnar hafa rekið, hefir farið svo, að fyrir-
brigðin sannfærðu þá um, að persónuleiki mannsins lifir
líkamsdauðann. Af hinum brezku frumherjum er nú eng-
inn á lífi á jörðunni. Síðust var frú Sidgwick, systir hins
fræga forsætisráðherra Breta, Balfour lávarðar, en kona
hins heimskunna vísindamanns prófessors Sidgwicks.
Frú Sidgwick varð háöldruð kona og naut hinnar mestu
virðingar sem einhver vísindlega menntaðasta kona ver-
aldarinnar. Fyrir 13 árum lýsti bróðir hennar, Balfour
lálávarður, yfir því fyrir hennar hönd á fundi Brezka Sál-
arrannsóknafélagsins, sem hún treystist þá ekki, nær
níræð, til að sækja, að á grundvelli þeirra sannana, sem
hún. hefði safnað saman, væri hún sannfærð um fram-
haldslífið, og var hún þó eins og maður hennar ákaflega
gagnrýnin og efagjörn. á fyrirbrigðin og algerlega van-
trúuð á það lengi vel, að um líf eftir líkamsdauðann gæti
verið að ræða.
Frumherjar Sálarrannsóknafélags íslands voru orðnir
sannfærðir um, að hinar sálrænu staðreyndir sönnuðu
framhaldslífið, þegar félagið var stofnað, þeir voru þá