Morgunn - 01.12.1943, Síða 18
112
M 0 R G U N N
plötur sínar sjálfur, hafði merkt hverja þeirra og sett
þær sjálfur í vélina. Síðan settist hann hjá konu sinni og
frú Deane tók af þeim myndirnar. Að því loknu fór hann
með miðlinum inn í myrkraherbergið og framkölluðu þau
þar plöturnar. Á öllum fjórum plötunum komu fram þess-
ar einkennilegu „aukamyndir“ og á fjórðu plötunni var
nákvæm og góð mynd af dóttur hjónanna, Agnesi' Cush-
man.
I þessu tilfelli getur vitanlega elcki verið um nein svik
að ræða af hendi miðilsins, frú Deane, en þá munu sumir
kunna að segja: Hjónin voru að hugsa svo eindregið
um þessa látnu dóttur sína, að myndaplatan, hefur tekið
við mynd af hugsunum þeirra. Ekki veit ég til þess, að
það hafi sannazt enn, að á þenna hátt sé unnt að taka
myndir af hugsunum manna, en sagan af hr. Frederick
Lentsch í Chicago verður engan veginn skýrð þannig, að
þar hafi áhrif hugsunar hans verið að verki. Ilann lét
venjulegan ljósmyndasmið taka mynd af sér og sendi
síðan þá mynd til miðils, sem tók sálrænar myndir, bað
hann að taka mynd af myndinni, sem hann sendi. Þetta
gerði miðillinn og sendi honum myndirnar þegar aftur.
Á myndinni, sem miðillinn tók af myndinni af hinum
fjarstadda hr Lentsch, komu fram greinilegar myndir
þriggja ættmenna hr. Lantsch, og auk þess kom þar fram
mynd af ókunnugum manni, en á miðilsfundi nokkuru
síðar var hr. Lentsch sagt frá þessum ókunna manni, og
fullyrt, að hann væri verndari hans frá andaheiminum.
Ilvað sem um þá staðhæfingu er, er það víst, að þarna
gat hugur mannsins, sem myndin var tekin af, ekki
verið að verki.
BEINAR OG SJÁLFSTÆÐAR RADDIR
Þá eru raddirnar, sem myndast fyrir utan miðilinn og
tala hingað og þangað út um tilraunahei'bergið, mei’kileg-