Morgunn - 01.12.1943, Blaðsíða 21
M 0 R G U N N
115
enn á fund. hjá frú Leonard en hafði nú frænda sinn, að
nafni Georg', með sér á fundinn. Sagði hann, að frænda
sínum þætti svo mikið um hvað hann hefði getað komið
skilgóðum orðsendingum til móður sinnar, að nú lang-
aði einnig hann til að reyna að senda móður sinni
einhverja huggun. Orðsendingin til foreldra Georgs var
sú, að þau skyldu finna bók, sem væri tengd honum,
venzluð honum, dökkgrænn litur væri rétt við bókina,
þau ættu að líta á 27. blaðsíðuna, vinstra megin á þeirri
blaðsíðu væri setning, sem þau ættu að líta á sem skila-
boð frá honum.
Þegar foreldrarnir fengu þessa orðsending fór faðir-
inn þegar að leita í skólabókum Georgs, en árangurs-
laust. Þá fór hann að leita í hillunum að öðrum bókum í
grænu bandi. Fyrsta bókin, sem hann tók ofan úr hill-
unni var Endurminningar eftir Fitzgerald lávarð.
„Þessi bók er óneitanlega tengd syni mínum“, hugsaði
faðirinn, því að höfundurinn var afa-afi Georgs. Hann
fletti þegar upp á 27. blaðsíðu, en í skeytinu sagði, að
þar stæði eitthvað, sem foreldrarnir gætu tekið sem
skilaboð frá syninum, en á þessari blaðsíðu byrjaði grein.
á þessum orðum: „Ég veit ekki hvað ég vildi vinna til
þess að vera hjá þér og hugga þig, elskulegasta mamma
mín“.
Frú Leonard, miðillinn, hafði aldrei komið inn í þetta
heimili, þekkti ekki þessa bók, úr vitund hennar gat
þessi hugðnæma bókasönnun .ekki verið komin.
DULSKYGGNI OG DULHEYRN
Þá eru dulskyggni og dulheyrn fyrirbrigði, sem víða
verður vart og margir hafa rannsakað. Dulheyrnin er
ævagamalt fyrirbrigði, er liennar getið í Ritningunni, og
eitthvert frægasta dæmi hennar, sem sagan getur um,
eru dulheyrnir Jóhönnu frá Arc, meyjarinnar frá Orle-
ans, en vitranir hennar höfðu heimssögulega þýðingu,