Morgunn - 01.12.1943, Síða 22
116
M 0 R G U N N
eins og kunnugt er. Dulskyggnin er miklu víðtækari, fjöl-
þættari. Ein hlið þeirrar gáfu er sú, að menn sjá í gegn
um heilt efni eins vel og eintómt lopt, þeir geta lesið
bréf í gegn um þykkt umslag. Um þetta efni gerði upp-
finningamaðurinn frægi, Thomas A. Edison, merkilegar
tilraunir með miðilinn Reese. Önnur hlið dulskyggnigáf-
unnar er hin svonefnda „Röntgen-sjón“, að geta séð
innvortis sjúkdóma manna. Slíkan hæfileika hafði mið-
illinn frægi Andrew Jackson Davies, og sumir þessara
skyggnimiðla hafa verið notaðir í þjónustu frægra lækna,
eins og Bessie Williams. Þá er þriðja tegund dulskyggn-
innar sú, að sjá framliðna menn. Sérstaka athygli hefur
það vakið, þegar þessarar gáfu hefur orðið vart hjá
börnum, svo litlum, að ógerlegt var að hugsa sér, að þau
gætu haft neinar hugmyndir um að blekkja fólk, eða
löngun til þess, því að þau skyldu ekki hvað um var að
vera. Þegar fólk, sem þessari gáfu er gætt, sér óvænt og
skyndilega fólk, sem það hafði alls enga hugmynd um að
væri dáið, er örðugt að geta sér til um sjálfsblekkingar
eða vísvitandi ósannindi. En slík dæmi eru fjöldamörg.
FORSPÁR
Bæði í venjulegu transástandi og eins í dulheyrn og
dulskyggni fá miðlarnir oft vitneskju um óoi'ðna hluti.
Forspáin er staðreynd, sem ógerlegt er að skýra sem
tilviljun, til þess er hún of algeng og stundum einnig of
nákvæm um hina ólíklegustu hluti. Svo langt aftur til
liðinna alda, sem vér höfum vitnesku um líf mannanna,
sjáum vér merki þeirrar sannfæringar, að hin ósýnilegu
öfl geti veitt mö.nnum vitneskju um hið ókomna, en það
er eftirtektarvert um flesta eða alla merkustu miðla-
stjórnendurna, að þegar þeir eru beðnir um þessa hluti,
svara þeir venjulegast neitandi, og segjast ekkert vald
hafa til þess að grípa inn í örlög vor með því að svara