Morgunn - 01.12.1943, Side 24
118
M 0 R G U N N
ekki. Ilún handlék hlutinn litla stund og byrjaði síðan
að lýsa sjálfri sér nákvæmlega, en hélt þó að hún væri
að lýsa einhverri ókunnugri konu.
Illutskyggnin, „psychometrían", er næsta furðulegur
hæfileiki og mjög frjósamt rannsóknaefni.
ÓSJÁLFRÁÐ OG INNBLÁSIN SKRIFT
Ósjálfráð skrift, þegar ritarinn hefur sjálfur enga hug-
mynd um hvað skrifast með hendi hans, og svo nefnd inn-
blásin skrift, þegar ritarinn fær eins og inn á vitundina,
hvað liann eigi aö skrifa og skrifar það með fullri vitund,
eru enn ein grein miðlafyrirbrigðanna, sem mikið hefir
verið iðkuð. I þeim efnum verður ævinlega að vera mjög
á verði gegn starfsemi undirvitundarinnar, og mjög mik-
ið af því, sem þannig skrifast, verður engan veginn not-
að sem sönnun fyrir neins konar andastarfsemi, en hins
vegar er margt í þessum skrifum, sem enga.n veginn verð-
ur öðru vísi skiliö en svo, að þar sé um bein áhrif frá
framliðnum mönnum að ræða. Dæmi þess er það, þegar
hjá skrifmiðli skrifast nafn fallins hermanns, sem miðl-
inum var allsendis ókunnugt um og öllum viðstöddum.
llermaðurinn segir frá högum sínum og bendir jafnhliða
á, hvar niður sé kominn hlutur, sem hann hafði með
leynd keypt handa unnustu sinni, og engum öðrum var
kunnugt um, en gat ekki afhent henni áður en hann fór á
vígvöllinn. Eftir tilvísuninni finnst hluturinn, og allt
reynist þetta að vera rétt. Þarna gat ekki verið um und-
irvitundarstarfsemi miðilsins að ræða, og ekki um hugs-
anaflutning eða fjarhrif frá neinum jarðneskum manni,
því að engum manni var raunverulega kunnugt um þetta,
engum, sem á jörðunni var. Þessa vitneskju gat eng-
inn gefið nema framliðni hermaðurinn sjálfur, og hver
var það þá annar en hann, sem skeytinu kom í gegn í
ósjálfráðu skriftinni?
Náskylt þessu fyrirbrigði er það, að miðlar, sem enga