Morgunn


Morgunn - 01.12.1943, Blaðsíða 29

Morgunn - 01.12.1943, Blaðsíða 29
M 0 R G U N N 123 því eru fólgnar, að sálin, eða einhver hluti hennar hverf- ur úr líkamanum um stund og vitjar fjarlægra staða. Mér hefur vitanlega ekki verið meira unnt en að gefa mjög stutta lýsing á hverju einstöku þessara fyrir- brigða, um þau hefur allítarlega verið stundum rætt á fundum félags vors nú í 25 ár, og stundum verið flutt um þau ítarleg og merkileg erindi. Auk þess hefur mál- gagn sálarrannsóknanna á íslandi, MORGUNN, flutt um öll þessi atriði fjölda greina og erinda, svo að í hann má sækja geysi mikinn fróðleik um málið, svo mikinn, að í rauninni má enginn, sem vill vita eitthvað verulegt um þetta mál allra mála, láta sig vanta MORGUNN. Hann er nú að ljúka 24. árgangi sínum, og af flestum gömlu árgöngunum er eitthvað til enn. Ég gat þess í uppafi oi’ða min.na, að þegar Sálarrann- sóknafélag Islands var stofnað, hafi frumherjar þess þegar verið orðnir sannfærðir um að fyrirbrigðin sönn- uðu framhaldslífið. Þeir voru þá þegar lengi búnir að kynna sér staðreyndirnar, bæði af eigin rannsóknum og af miklum og víðtækum bókalestri. Af því heíur sú stefna félagsins mótazt, að boðskapur þess hefur fyrst og fremst verið sá, að kynna almenningi þá staðreynd, að fram- haldslífið væri þegar sannað af því, sem þegar er komið fram. Ilvert er sönnunargildi þeirra fyrirbrigða, sem ég hefi verið að segja yður frá? Mjög misjafnt. Langsamlega megnið af hinum sálrænu fyrirbrigðum sanna ekkert, hvorki af eða til um líf fyrir handan gröf og dauða, en í sumum þeirra er það sönnunargildi fólgið, sem hugsandi og sanngjörnum mönnum mun reynast örðugt að standa í mót Það er áreiðanlega fágætt, þótt til sé það, að eitthvert eitt at- riði megni að sannfæra mann, sem er efagjarn og gerir miklar kröfur til sannananna, en hins vegar hefir flest- um farið svo, að við alvarlega leit, lestur og tilraunir, hefur íshjúpur efans smábráðnað utan af sál þeirra, og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.