Morgunn


Morgunn - 01.12.1943, Page 34

Morgunn - 01.12.1943, Page 34
128 M 0 R G U N N réðst múgurinn inn á samkomur spíritistanna með grjót- kasti og líkamlegu ofbeldi. Ilið rólega skapferli íslendinga gerði það að verkum, að frumherjar sálarrannsóknanna á íslandi þurftu ekki að vaða þann eld ofsóknanna, sem sumir frumherjarnir í öðrum löndum þurftu að vaða, og þó munu þeir, sem þeirra tíma minnast, er þeir Einar Kvaran og séra Har- aldur hófu merkið hér í Reykjavík, kunna frá ýmsu að segja, sem nú á tímum þætti næsta furðulegt, og mér þykir, sem minningar frá baráttu þein-a, baráttunni gegn moldviðri hleypidómanna, heimskunnar, þröngsýninnar og hræðslunnar við, að hér væri einhver voði að gerast, vaka á bak við orðin í hinni snjöllu predikun séra Ilar- alds „IIugrekkisþörfin“. Þegar þeir hófu tilraunirnar með Indriða heitinn Indriðason, bárust hinar fáránlegustu sögur af hinu grunsamlega athæfi þeirra um bæinn og út á land. Þær sögur eru í sannleika broslegar, en þó gerðist sumt annað í þessu sambandi, sem ekki var bros- legt. En þeir, auk annara, og þá e. t. v. einkum Björns Jónssonar ritstjóra og ráðherra, gáfust ekki upp á hverju sem gekk og þess vegna sitjum vér hér saman í kvöld. Ég er sannfærður um, að það var gert þeim til upp- örfunar á þessum erfiðu árum, að hin ósýnilegu vitsmuna- öfl rituðu ósjálfrátt hjá Guðmundi Kamban, sem þá vai' 17 ára gamall skólapiltur, hið yndislega ævintýr um sann- leikann, sem kom niður til jarðarinnar í dulargerfi fá- tæks og umkomulauss unglings, og þá var honum alstað- ar úthýst, en að síðar, þegar hann var orðinn konungur, kepptust allir um að hafa hann í húsum sínum. Sannleikur sálarrannsóknanna var þá umkomulaus gestur hér á landi. Það hefur nú verið verkefni félags vors í 25 ár, að leggja fram vorn skerf til þess að hann geti orðið konungur, sem allir vilja hafa í húsum sínum, og með það markmið fyrir au-gum erum vér nú að hefja nýjan áfanga.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.