Morgunn - 01.12.1943, Blaðsíða 34
128
M 0 R G U N N
réðst múgurinn inn á samkomur spíritistanna með grjót-
kasti og líkamlegu ofbeldi.
Ilið rólega skapferli íslendinga gerði það að verkum,
að frumherjar sálarrannsóknanna á íslandi þurftu ekki
að vaða þann eld ofsóknanna, sem sumir frumherjarnir
í öðrum löndum þurftu að vaða, og þó munu þeir, sem
þeirra tíma minnast, er þeir Einar Kvaran og séra Har-
aldur hófu merkið hér í Reykjavík, kunna frá ýmsu að
segja, sem nú á tímum þætti næsta furðulegt, og mér
þykir, sem minningar frá baráttu þein-a, baráttunni gegn
moldviðri hleypidómanna, heimskunnar, þröngsýninnar
og hræðslunnar við, að hér væri einhver voði að gerast,
vaka á bak við orðin í hinni snjöllu predikun séra Ilar-
alds „IIugrekkisþörfin“. Þegar þeir hófu tilraunirnar með
Indriða heitinn Indriðason, bárust hinar fáránlegustu
sögur af hinu grunsamlega athæfi þeirra um bæinn og
út á land. Þær sögur eru í sannleika broslegar, en þó
gerðist sumt annað í þessu sambandi, sem ekki var bros-
legt. En þeir, auk annara, og þá e. t. v. einkum Björns
Jónssonar ritstjóra og ráðherra, gáfust ekki upp á
hverju sem gekk og þess vegna sitjum vér hér saman í
kvöld.
Ég er sannfærður um, að það var gert þeim til upp-
örfunar á þessum erfiðu árum, að hin ósýnilegu vitsmuna-
öfl rituðu ósjálfrátt hjá Guðmundi Kamban, sem þá vai'
17 ára gamall skólapiltur, hið yndislega ævintýr um sann-
leikann, sem kom niður til jarðarinnar í dulargerfi fá-
tæks og umkomulauss unglings, og þá var honum alstað-
ar úthýst, en að síðar, þegar hann var orðinn konungur,
kepptust allir um að hafa hann í húsum sínum.
Sannleikur sálarrannsóknanna var þá umkomulaus
gestur hér á landi. Það hefur nú verið verkefni félags
vors í 25 ár, að leggja fram vorn skerf til þess að hann
geti orðið konungur, sem allir vilja hafa í húsum sínum,
og með það markmið fyrir au-gum erum vér nú að hefja
nýjan áfanga.