Morgunn - 01.12.1943, Qupperneq 40
134
M O R G U N N
Ég sagði að þeir væru höfundar að félagi voru og
þá um leið upphafsmenn að allri starfseminni hér á landi
fyrir þetta mikla alheimsmál; það er þó að skilja að svo
miklu leyti sem það á sér upptök frá jarðneskum mönn-
um, enn á þessu sviði. En nú höfum vér til fullnustu
verið fræddir um það, af þeim sem komnir eru á æðra
þróunarsvið, að upptökin eru komin frá þeim. IIjá þeim
hafa ráðin verið lögð á til bjargar oss á þessu sviði, þar
sem þeir eru enn starfandi þótt ósýnilegir séu, svo að
vér getum ekki rakið starfsleiðir þeirra. Þeir hafa gripið
hinn hentuga tíma þegar hann var fyrir hendi og þeir
hafa valið verkfærin, sem mestu mundu orka til þess að
ná undursamlegum árangri.
Ég ætla ekki að rekja, hvernig það val hefur verið, en
í bráðum 100 ára sögu sálarrannsóknanna dylst það ekki,
að æðri stjórn hefur verið að verki í vali verkfæranna,
sem opt hefur verið ekki mjög að líkum, allt frá minnstu
smælingjum upp til mestu afburða- og andans manna.
Ilvorstveggja þurfti með og hefur borið þennan undur-
samlega árangur, að samband hefir fengizt milli heim-
anna, sem sýndust vera í þeirri óra fjarlægð með djúp
dauðans á milli sín.. En þeir eru þó svo skyldir að þeir
þurftu hvor annars með. Að vísu hafa flest eða öll trúar-
brögð tileinkað sér trú á annað líf, og þá sér í lagi hin
kristna trú með þá höfuðkenning, að Jesú Kristur kom
til að leiða í ljós lífið og ódauðleikann. En hún hefur ver-
ið svo utan á, að mannkynið hefur lítt valið sér vegi eftir
leiðsögn hennar. Nægir oss nú á tímum að minna á styrj-
aldimar, því að ekkert getur verið fjarlægara trú á ann-
að líf eða allri kenning Jesú Krists. Mannkyninu var orð-
in og er lífsnauðsyn að fá sönnur á, að það gagnar mann-
inum ekki, að vinna allan heiminn, en bíða tjón á sálu
sinni.
Þegar andaheimurinn, sem alltaf fylgist með því, sem
gjörist hér hjá oss, sem erum á leiðinni yfir til þeirra, sá