Morgunn - 01.12.1943, Blaðsíða 45
M O R G U N N
139
var það eitt sinn, að Bjarni var við smíðar í Króksfjarð-
arnesi lijá Jóni bónda, Jón átti áttæring-, er stóð uppi.
Kom Bjarna í hug að fala hann og gekk til nausta að
skoða hann. Hjörtur átti tveggja-manna-far, sem kallað
var „skekta“. Þá er Bjarni kom til nausta, sá hann tvo
menn standa við ,,skektuna“, sinn hvoru megin. Þeir
höfðu báðir sjóhatta (,,Sydvest“) á höfðinu. Þeir horfðu
báðir ofan í „skektuna“, eins og þeir væru að skoða hana
innan. Lítið eitt leit Bjarni af þeim, en horfnir voru þeir,
er hann leit til aftur. Sagði hann þeim feðgum af þessu
og réði til að rífa „skektuna“, svo að eigi yrði slys að
henni. Þeir tóku ekki mark á þessu. Litlu síðar fór Bjar.ni
út í Akurey og var þar að smíðum. Um þær mundir fór
Hjörtur út í Stykkishólm á sexæringi. Tveir menn úr
Geiradal ætluðu að verða með honum, en urðu of seinir.
Komu þeir í Króksfjarðarnes þá er Iljörtur var nýfarinn.
Þeir vildu þó halda áfram ferð sinni. Varð það úr, að Jón
léði þeim „skektuna" Hjartar út í Akurey. Gerðu þeir
sér von um, að séra Friðrik mundi ljá þeim gtærri bát.
Þeir komu þar um matmálstíð og gerðu boð fyrir prest.
Hann fór út til þeirra. En eigi gat hann orðið við bón
þeirra um stærri bát. Þá er hann kom inn aftur, sagði
hann frá erindi þeirra. Bjarni sagði þá presti, hvað fyrir
sig hefði borið, og kvaðst ætla, að þeir munu feigir, ef
þeir færu á „skektunni". „Þeir eru eins feigir á bát frá
mér“, sagði prestur, „ef þeir annars eru feigir“. Þeir fóru
út í Stykkishólm á ,,skektunni“ og heimleiðis aftur. Þá
var Hjörtur þeim samflota. Allt gekk vel inn í Akureyjar.
Á leiðinni þaðan fengu þeir storm. Munu þeir ekki hafa
treyst „skektunni" til að þola hann. Sást frá Fagurey,
að þeir lileyptu til Hrúteyja og fórust í Hrúteyjarröst.
„Skektuna“ rak í Króksfirði".
Br. Jónss. Dulr. Smásögur, Bess. 1907.