Morgunn - 01.12.1943, Side 47
M 0 R G U N N
141
svipur Sigríðar, og væri hún annað hvort bráðfeig eða
dáin. Samt ætlaði Margrét að fara. En þá sást til
Kristjáns, að hann kom aftur. Var þá erindi hans, að
segja lát Sigríðar. Ilún hafði legið í rekkju sinni, er hann
kom frá Þverárdal um morguninn, og verið allmjög veik.
En er hún heyrði, að Margrét mundi þegar koma að sækja
hana, þá hafði hún hert upp hugann og farið að klæða
sig. En hún hafði að eins komizt í nærfötin og annan
sokkinn, þá hafði hún liðið út af og gefið upp andann.
Þessa sögu sagði Brynjúlfi frá Minna-Núpi fyrst Björg
Jónsdóttir, ekkja Einars, vel skynsöm kona og mjög
grandvör, og mundi hún þetta gjörla. En síðar sagði
Brynjúlfi einnig Guðrún, dóttir Bjargar, og bar að öllu
saman við frásögn móður hennar.
Br. J. Dulr. Smásögur. Bess. 1907.
IIANN STÓÐ VIÐ ORÐ SÍN
Þá er Gunnlaugur Briem, sýslumaður, bjó á Grund í
Eyjafirði, var það mörg sumur í röð, að þangað kom
maður, er Þórólfur hét, vestan af Vesturlandi, og sat þar
vikum saman. Hann hafði krepptar og bæklaðar hendur
og mátti ekki vinna. En hann taldi sig í ætt við sýslu-
mann og leitaði því til hans. Lét sýslumaður hann njóta
frændsemi. Þórólfur var Jónsson og hafði Jón sá verið
prestur. Var hann upp með sér af því, að hann var prests-
son. Vildi hann ekki vera nefndur blátt áfram „Þórólfur
Jónsson“, heldur „Þórólfur Séra-Jónsson‘.‘. Má af því
marka, að hann hefir verið sérvitur í meira lagi. Eftir
þessu var hann einkennilegur í fleiru. En þó var hann
fróður um margt og skemmtilegur í viðræðu.
Jóhanna, dóttir sýslumanns, var þá vaxin Var hún
bráðgáfuð og vel að sér. Ilenni þótti einkar skemmtilegt
að tala við karlinn og bar margt á góma hjá þeim. Meðal
annars töluðu þau um svipi dauðra manna. Sagði Þórólf-
ur, að dauður maður gæti hæglega látið kunningja sinn