Morgunn


Morgunn - 01.12.1943, Page 48

Morgunn - 01.12.1943, Page 48
142 M 0 R G U N N vita, ef hann væri dáinn. Ilún trúði því laust, en hann stóð fast á því. Loksins sagði hún: „Sýndu það, ef þú deyr á undan mér, að þú getir látið mig vita það“. Það sagðist hann víst skyldi gera. Þess er getið um híbýli á Grund, að Jóhanna hafði herbergi fyrir sig uppi á lofti. Sýslu- maöur hafði líka herbergi fyrir sig, var það undir lofti, þar sem herbergi Jóhönnu var uppi yfir. Því valdi hann sér það herbergi, að hann var vandgæfur með svefn, mátti engan skarkala heyra, er hann var lagstur niður á kvöld- in, þá fékk hann andvöku. En Jóhanna var öðrum frem- ur nærgætin og athugasöm í því efni. Iljá sýslumanni svaf yngsti son hans, Jóhann Kristján, er síðar varð prestur í Hruna og prófastur í Árnessþingi, hinn merk- asti maður. Veturinn eftir að Þórólfur hafði síðast vei’ið á Grund, bar svo til kvöld eitt, er Jóhanna var háttuð og að hníga í blund, að hurðin fyrir herbergi hennar laukst upp og skall að þili. Sýslumaður heyrði skellinn, kallaði til Jóhönnu og bað hana að hætta öllum umgangi- Jóhanna taldi sjálfri sér trú um, að hún hefði gleymt að læsa herberginu áður en hún háttaði, sem hún var þó aldrei vön að gleyma. Hún var eigi myrkfælin, fór á fætur og læsti herberginu vandlega, lagðist síðan aftur niður. En í því hún var aftur að blunda, skall hurðin upp í annað sinn. Kallar sýslumaður þá byrstum rómi: „Eff vil ekki hafa þenna umgang!“ Ilugsar Jóhanna þá með sér, að bezt sé að lofa hurðinni að standa uppi, svo að hún þurfi ekki að skellast oftar. Lá hún svo kyrr og lét hurð- ina vera. Enn færðist svefn yfir hana. En í því fannst henni sem klappað væri á kinn hennar, með kræklóttri hendi. Þóttist hún þekkja hönd Þórólfs. Hrökk hún upp við þetta, en varð eigi nokkurs frekara vör. llún settist þá upp, kveikti ljós, skrifaði atburðinn hjá sér og tilgreindi mánaðardag og klukkustund. Um morguninn sagði hún föður sínum, hvernig á hurðarskellunum hefði staðið og hvað þau Þórólfur hefðu við mælzt áður. Nokkru seinna
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.