Morgunn - 01.12.1943, Síða 48
142
M 0 R G U N N
vita, ef hann væri dáinn. Ilún trúði því laust, en hann stóð
fast á því. Loksins sagði hún: „Sýndu það, ef þú deyr á
undan mér, að þú getir látið mig vita það“. Það sagðist
hann víst skyldi gera. Þess er getið um híbýli á Grund,
að Jóhanna hafði herbergi fyrir sig uppi á lofti. Sýslu-
maöur hafði líka herbergi fyrir sig, var það undir lofti,
þar sem herbergi Jóhönnu var uppi yfir. Því valdi hann
sér það herbergi, að hann var vandgæfur með svefn, mátti
engan skarkala heyra, er hann var lagstur niður á kvöld-
in, þá fékk hann andvöku. En Jóhanna var öðrum frem-
ur nærgætin og athugasöm í því efni. Iljá sýslumanni
svaf yngsti son hans, Jóhann Kristján, er síðar varð
prestur í Hruna og prófastur í Árnessþingi, hinn merk-
asti maður. Veturinn eftir að Þórólfur hafði síðast vei’ið
á Grund, bar svo til kvöld eitt, er Jóhanna var háttuð
og að hníga í blund, að hurðin fyrir herbergi hennar
laukst upp og skall að þili. Sýslumaður heyrði skellinn,
kallaði til Jóhönnu og bað hana að hætta öllum umgangi-
Jóhanna taldi sjálfri sér trú um, að hún hefði gleymt að
læsa herberginu áður en hún háttaði, sem hún var þó
aldrei vön að gleyma. Hún var eigi myrkfælin, fór á
fætur og læsti herberginu vandlega, lagðist síðan aftur
niður. En í því hún var aftur að blunda, skall hurðin upp
í annað sinn. Kallar sýslumaður þá byrstum rómi: „Eff
vil ekki hafa þenna umgang!“ Ilugsar Jóhanna þá með
sér, að bezt sé að lofa hurðinni að standa uppi, svo að hún
þurfi ekki að skellast oftar. Lá hún svo kyrr og lét hurð-
ina vera. Enn færðist svefn yfir hana. En í því fannst
henni sem klappað væri á kinn hennar, með kræklóttri
hendi. Þóttist hún þekkja hönd Þórólfs. Hrökk hún upp
við þetta, en varð eigi nokkurs frekara vör. llún settist þá
upp, kveikti ljós, skrifaði atburðinn hjá sér og tilgreindi
mánaðardag og klukkustund. Um morguninn sagði hún
föður sínum, hvernig á hurðarskellunum hefði staðið og
hvað þau Þórólfur hefðu við mælzt áður. Nokkru seinna