Morgunn - 01.12.1943, Síða 55
M 0 R G U N N
149
Þegar þú ert í hinu draumkenda ástandi, á landamær-
um jarðarinnar og eterheimanna, mun fyrsta undrun þín
verða sú, að þú stendur við dánarbeðinn þinn, þar sem
líkami þinn liggur, og sér ástvini þína koma að dánar-
beðinum og fara í gegnum þig, án þess þeir hafi hug-
mynd um það. Skömmu síðar verður þú þess var, að þú
ert að fara í gegn um lokaðar dyr, eða glugga, án þess
að það verði þér til nokkurrar fyrirstöðu. Því að eins
og vísindin segja oss, geta líkamir með örari sveiflum
ævinlega farið í gegn um líkami, sem hafa minni sveiflu-
hraða.
Þegar þú kemur á etersviðið, verður þú þess var, að
þar er hvorki dagur, nótt né sól, í jarðneskum skilningi.
Þar er eins og dreift út ljósi, mildu og ljúfu, sem er
kyrt. Eterverurnar kalla þetta ljós „hina andlegu sól“.
Þótt allt sé þannig þrungið ljósi, sem ekki virðist koma
frá neinum ákveðnum stað, er ekki svo að skilja, að þar
séu engir skuggar, því að skuggar eru þar, sem skapast,
að því er ég held, af því, að verurnar geta að eigin vild
lækkað sveifluhraðan í líkömum sínum og gert þá þann-
ig þéttari.
Eterheimurinn snýst ekki í kring um neina sól, eins og
jörðin gerir. Þess vegna skiptist þar ekki á dagur og
nótt, eins og gerir hér hjá oss jarðbúum, og þess vegna
eru hugmyndir þeirra um tímann svo allt aðrar en vorar
Ilvað rúminu viðvíkur, þá held ég að það sé ekki til
fyrir þeim. Ilvað sem eterverurnar eru þroskaðar, er þeim
ákaflega örðugt, að segja með nákvæmri tímaákvörðun
fyrir ókomna atburði, þótt fyrir komi, að þær geti það, og
jafnvel stundum með mínútunákvæmni.
í öðru er eterheimurinn mjög frábrugðinn vorum heimi,
nfl. í því, að tiltölulega fljótt eftir að maður er þangað
kominn hættir maður að þarfnast matar og svefns.
Svefnþörf og hungur eru jarðneskar venjur, sem maður
venst fljótt af þegar þangað keur. En þó munu þar vera