Morgunn - 01.12.1943, Síða 59
M 0 R G U N N
153
Bezti og skarpasti ritdómur, sem mér hefur nokkurn
tíma borizt, kom frá framliðnum bókagagnrýnanda!
Ég get ekki sagt á hvern hátt það er gert, en ég held,
að hljómlist sé á einhvern hátt notuð við allt uppeldi og
alla fræðslu í eterheiminum. Samhljómar sveiflnanna eru
notaðir til þess að opna dyrnar milli etersviðsins og æðri.
sviða, og ég hefi ástæðu til að ætla, að íbúar eterheims-
ins séu í stöðugu sambandi við sumar af plánetunum í
sólkerfi voru og jafnframt við hin óefniskenndu svið,
sem liggja þar á milli.
Tónskáldið í eterheiminum framleiðir ,,tóna“ sína með
því að hugsa þá! ,,Tóna“, segi ég, en í eterheiminum er
engin. aðgreining á tónum og litum. Illjómlistarmaðurinn
þar getur ekki sagt hvort hann sér eða heyrir hljómlist-
ina sína. Þetta liggur fyrir utan vorn jarðneska skiln-
ing, en þeir af oss, sem sáu „lita-orgelið“, þegar hinn
göfugi hugsuður, Claude Bragdon, sýndi það, höfum orðið
vottar að því, hvernig unnt er að breyta tónum í liti.
Að lokum hefur hljómlist eterheimsins skapandi mátt, á
þann hátt, að hún byggir upp, eða skapar, raunverulega
hluti. Þar getur þú blátt áfram skapað umhverfi þitt með
hljómlist.
Þá komum vér að endingu að dýpstu og þýðingarmestu
spurningunni, spurningunni um trúarbrögðin. Ilafa allir
sömu trúarbrögð á etersviðunum ?
Nei, það hafa þeir ekki. Menn halda yfirleitt átrúnaði
sínum, þótt þeir flytjist yfir landamærin. Ilinu megin
dauðans mun kirkjutrúarmaðurinn finna fyrir sína eigin
kirkjudeild og trúbræður sína. Vantrúarmaðurinn mun
hitta þar fyrir skoðanabræður sína, sem eru hjartanlega
sammála um — eins og þeir voru á jörðinni — að „ekki
geti verið um neitt framhaldslíf að ræða“. Bæði ég og
aðrir höfum heyrt þessa óskynsömu „skynsemistrúar-
menn“ frá hinum heiminum lýsa yfir því, að þeir séu alls
ekki dánir, heldur lifi þeir á blessaðri jörðunni enn. Svo
lífseig getur hin jarðneska sjálfsblekking verið!