Morgunn - 01.12.1943, Qupperneq 60
154
M 0 II G U N N
Iljá hinum andlegri íbúum eterheimsins hnígur öll þró-
un trúmálanna frá kennisetningum og kenningarþrengsl-
um þeim, sem sumar kirkjudeildirnar á jörðunni eru
fjötraðar í. Mér er ekki kunnugt um að nokkur af hinum
æðri andaleiðtogum hafi prédikað oss kennisetningar, ekki
fremur en Jesús gerði slíkt sjálfur. Ilér á jörðunni er
trúin fjötruð í kennisetningum, í eterheiminum er þetta
að skilið.
Guðfræðin hefur engin áhrif á þróunina hinu megin
grafarinnar. Samt eru þar til guðfræðingar og yogar, sem
eyða orku sinni til hugleiðinga um mjög sjálfselskufulla
sáluhjálp þeirra sjálfra.
Það er einkennandi fyrir trúarbrögð eterheimsins, að
þar sem þau birtast á háu stigi, eru þau borin uppi af
andlegu hugarflugi, sem fer langt fram úr þvi, sem á
jörðunni þekkist. Þetta vitum vér blátt áfram af kenn-
ingum andaleiðtoganna, sem til vor hafa borizt, og bygg-
ist á því, að þeir eru í sambandi við langtum æðri mátt-
arvöld, en vér getum náð sambandi við, meðan vér erum
í efnislíkamanum.
Vitringar eterheimsins eru einu lífssviði nær upp-
sprettu vizkunnar og kærleikans en vér dauðlegir menn,
sem erum í fjötrum efnisins. Eftir að liafa hlustað árum
saman á fyrirlestra, sem þessir háu leið'c igar hafa flutt,
ýmíst rneð eigin röddum sínum, „beínum röddum“, eða af
vörum rniðils. get ég borið vitni um lrið stórkostlega há-
leita og gáfulega innihald þelrra, borið saman við þær
viðræður, sem vér getum átt við dauðlega menn, hversu
andn'kir og mælskir, sem þeir kunpa að vera.
Ilöfuðmunurinn á trúnni á jörðunni og í eterheiminum
er þó e. t. v. sá, að þar er trúin og lífið eitt, í stað þess,
að á jörunni aðskiljum vér lífið og trúna.
.1. A. þýddi.