Morgunn - 01.12.1943, Qupperneq 62
156
M 0 R G U N N
Athyglisverð lækning.
í erlendum tímaritum um sálræn efni eru stöðugt birtar frá-
sagnir af lækningaundrum, og úr einu þeirra (Light, 19. ág. 1943)
er tekin frásögn sú, er hér fer á eftir. Slík fyrirbrigði gerast
vafalaust einnig hér á landi og hafa mér verið sögð nokkur dæmi
þess af trúverðugu fólki, sem engin leið er til að rengja. En það
er svo um þessi sem önnur svo nefnd „dularfull fyrirbrigði“, að
þar sem hver þekkir annan, er fólk tregt á að birta opinberlega
reynslu sina, og er það að vissu leyti skiljanlegt, þótt hins vegar
sé slæmt, að slíkir hlutir séu látnir í þagnargildi. Kjósi fólk að
halda n’afni sinu leyndu, má birta slíkar sögur undir dulnefnum.
eins og enski presturinn gerir,. sem þessa sögu birti. Einn af
prestum landsins, séra Jón Guðjónsson í Holti undir Eyjafjöll-
um, hafði þá drengilegu einurð að leyfa Kirkjuritinu á liðnu
ári að birta frásögn af merkilegri lækning, sem kona hans hafði
fengið. Vakti þessi frásögn mikla athygli og var til sæmdar,
bæði prestinum og próf. Asmundi Guðmundssyni. Væri einkum
æskilegt að trúmálablöðin hefðu meira af slíku efni að flytja
lesendum sínum, svo ói'ækan vott bera þessi fyrirbrigði þeim
andlega veruleika sem kirkjan er að boða, en fjölmargir tregð-
ast þó við að trúa, vegna þess að kenningin er ekki studd þeim
ytri staðreyndum, sem mörgum mönnum eru nauðsynlegar og
frumkristnin var svo auðug að, að menn stóðust ekki trúboð
hennar. Ritstj.
Enskur prestur, sem raunar notar dulnefnið séra F. T.
Tristram, segir þannig frá:
„Um mörg ár hafði konan mín borið miklar þjáningar
af illkynjuðum taugasjúkdómi og til allrar óhamingju
hafði læknirinn hennar vanið hana á að nota kókain. Þeir
sem verða fórnardýr þessa ægilega eiturlyfs, verða ótrú-
lega slungnir í að dylja ástand sitt fyrir öðrum, og það
hafði konunni minni tekizt svo vel, að lengi hafði ég
enga hungmynd um það en taldi sjúkdóm hennar eiga allt
aðrar orsakir. Eins og margar aðrar konur í hennar stétt
hafði hún slitið sér út í ýmiskonar starfi fyrir söfnuðinn
okkar og lagt hart að sér til þess að láta hinar litlu tekj-