Morgunn - 01.12.1943, Side 63
M 0 R G U N N
157
ur mínar hrökkva til fyrir daglegum þörfum heimilis
okkar. Að lokum komst ég þó að hinu sanna og af lýsing
hennar varð mér Ijóst, að ástand hennar var orðið
hörmulegt. Samvizkulaus lyfsali seldi henni ótakmarkað-
an skammt eitursins, og svo mikið var hún farin að nota
af því daglega, að læknir sagði mér síðar, að sá skammtur
hefði nægt til að drepa sex menn, sem óvanir væru eitr-
inu“.
Þá kemur frásögn frúarinnar sjálfrar á þessa leið:
„Föstudaginn 23. júlí 1915 var ég flutt í hressingar-
hæli, þar sem átti að reyna að venja mig af kókain-
nautninni. Sjálf hafði ég áður reynt heima allt, sem ég
gat, til að lækna mig, en allt komið fyrir ekki. Með hjálp
mannsins míns og dóttur okkar hafði mér þó tekist að
minnka nokkuð skammtinn, sem ég tók daglega.
ÉG SÁ IvRIST
Um nokkur ár hafði ég haft mikla trú á guðlegum
(andlegum) lækningum, þótt mér hefði sjálfri ekki tekizt
að fá lausn frá þeim fjötrum, sem synd mín hafði lagt
á mig. Fimmtudaginn 29. júlí kom maðurinn minn tví-
vegis til að vitja um mig, bæði um morguninn og aftur
síðdegis. Eftir að við höfðum drukldð te saman fór hann
um kl. fimm. Skömmu eftir að hann fór fann ég til und-
arlegrar kenndar fullkomins friðar, og allri þjáning og
kvíða var skyndilega af mér létt. Ég skynjaði nálægð
Krists, lausnarans og læknisins. Svo mikill svefnhöfgi
kom yfir mig, að þótt ég yrði þess vör, að á mig væri
yrt, vildi ég ekki láta hrífa mig úr þessu ástandi, af ótta
við, að missa af þeim himneska friði og ró, sem yfir mér
var. I þessu ástandi var ég þangað til kl. 11 um kvöldið,
og ég hlaut þá náð, að sjá Krist standa við rúmið mitt,
og þétt við hlið hans, nær rúmgaflinum, sá ég standa
verndarengil. Ilann var svo gersamlega ólíkur þeim engla-
myndum, sem ég hefi séð, og svo gersamlega ólíkur þeim