Morgunn - 01.12.1943, Síða 65
M 0 R G U N N
159
GUÐLEG LÆKNING
Daginn eftir bætti frúin þessum athugasemdum við:
„Kristmyndina sé ég aldrei lengra .niður en svo, að hend-
urnar eru sýnilegar, og sáramerkin á þeim sé ég glöggt.
Ásjóna hans er ekki óvenjuleg að öðru en því, að yfir
henni er fullkominn friður og að frá henni geislar
óvenjulega innilegur kærleikur og samúð. Ég sé hann
klæddan víðum, dimmbláum ltyrtli sem glitrar stundum
eins og þegar sól skín á silki. Hár hans er fagurlega gyllt,
nærri því kastaníuöbrúnt, mjög ólíkt þeim myndum,
sem ég hefi séð af honum.
Engilveruna sé ég aftur á móti frá hvirfli til ilja. Á
höfðinu ber hún eins konar hjálm, hún heldur löngu
sverði lóðréttu báðum höndum og beygir andlitið yfir
það. Svipur hennar er strangur og alvarlegur, eins og hún
ásaki mig fyrir, hve ég hafi hryggt meistara hennar.
Einstöku sinnum hefi ég séð óljósa mynd af konuand-
liti bak við frelsarann, sömuleiðis hvítar englaverur, en
þær liðu fyrir sjónum mínum, stóðu ekki kyrrar eins og
mynd frelsarans og verndarengilsins.
Ég hefi ekki sagt lækninum eða hjúkrunarkonunum frá
sýninni, dóttur minni sagði ég frá þessu þegar á næsta
degi og manninum mínum fáum dögum síðar. Ég sagði
lækninum, að ég hefði fengið himneska lækning og hann
sagði manninum mínum, að lækning mín væri ekki að
þakka læknavísindunum og að hann þekkti ekkert líkt
dæmi um eiturnautnasjúklinga“.
Framhaldið af frásög.n prestsins, sem áður var horfið
frá, er þessi:
„Eftir að konan mín hafði séð sýnina, var hún enn
nokkra daga í sjúkrahúsinu, en fór þá að biðja mig ákaft
um að taka sig heim. Ég var í miklum vandræðum með,
hvað af ráða skyldi í því efni. Ættingjarnir lögðu fast að
mér að flytja hana í sjúkrahús fyrir geðsjúklinga, en
þar hefði hún vafalaust orðið brjáluð. Læknirinn sýndi