Morgunn - 01.12.1943, Qupperneq 70
164
M 0 R G U N N
Wills ennfremur), árið 1938, fór ég einhverju sinni í
spiritistakirkju þar í borginni. Fólkið, sem annaðist kirkj-
una hafði látið stóran vönd af ýmiskonar blómum á pre-
dikunarstólinn. Að guðsþjónustu lokinni gekk miðillinn
frú Northmore um og skipti blómunum á milli þeirra, sem
viðstddir voru, án þess að líta á nokkurn mann, er hún
fékk þeim blómin. Mér gaf hún gula rós“.
,,í janúarmánuði 1939 var ég á tilraunafundi í heimili
hr. Dasings, með Chicago-miðlinum frú Musa. Þegar ver-
ið var að taka myndir af fyrirbrigðunum við „infra-rautt“
ljós, gerðist það, að blóm voru flutt af ósýnilegu afli inn
í herbergið og látin falla við fætur hvers einstaks fundar-
manna. Til mín var borin gul rós‘..
,,í febrúarmánuði árið 1940 var ég staddur í spíritista-
kirkju í Chicago. Þar var hafður sami siður sem í Winni-
peg, að blómum, sem stóðu á predikunarstólnum var út-
býtt til kirkjugestanna að guðsþjónustunni aflokinni. Þar
var mér enn fengin gul rós“.
„f maímánuði árið 1940 var ég á fundi í einkaheimili
einu, þar sem frú Musa var miðillinn. Hinar ósýnilegu
verur fluttu þá tólf kornblóm inn í tilraunaherbergið, og
gáfu þau manni nokkrum, sem svo stóð á um, að hann
hafði verið að sá korni í garðinn sinn þennan sama
dag. Öði'um fundarmönnum gáfu hinir ósýnilegu gestir
ilmbaunir, gæsablóm o. s. frv , mér gáfu þeir einu rósina,
sem var flutt inn í herbergið, og hún var gul. Húsbónd-
inn, hr. Dasing, fullvissaði mig um, að engin blóm hefðu
verið til í húsinu“. J. A.