Morgunn - 01.12.1943, Page 72
166
M 0 R G U N N
frú Butler, með mikilli geðshræring: „Guð komi til! Þetta
er húsið, sem ég hefi séð í draumum mínum!“
Svo nauðþekkti hún draumahúsið sitt, að þegar verið
var að sýna henni það, nam hún staðar við dyr nokkrar,
sem hún kvaðst alls ekki muna eftir. En þá kom úr kaf-
inu að dyrnar höfðu verið settar í vegginn fáum mánuð-
um áður, og eftir að hana hafði dreymt draumana!
Þetta virtist nægja til þess að sanna, að hún hefði
raunverulega komið á þennan ókunna stað, meðan líkami
hennar svaf í írlandi, en þó er það furðulegasta eftir:
Þegar húsvörðurinn sá frú Butler, brá honum mjög, og
hann hrópaði: „Hvað er þetta! Þér eruð þá draugurinn
okkar!“
Síðar fengu Butlershjónin að vita það hjá leigusalan-
um, að ástæða þess hve húsið var leigt vægu verði, var
sú, að draugagangur hefði verið í húsinu.
„Draugurinn“ var enginn annar en frú Butler sjálf, er
hún hafði farið sálförum í svefni, án þess að vita hvað
af þeim ferðum átti að hljótast!
Frásögn þessi virðist vera ákjósanlega trygg að sann-
leiksgildi, þótt hún sé fimmtíu ára gömul, því að gætnir
höfundar nota hana hiklaust sem örugga heimild, og hún
er furðuleg að ýmsu leyti. Ekki um það að sálin ferðist til
fjarlægra staða, meðan líkaminn sefur, því að af dæm-
um þess mætti fylla heila bók, og hana stóra. Ileldur
ekki fyrir það, að sálfarinn verður sýnilegur á þessu
ferðalagi sínu, þótt hann sjái sjálfur engan mann; dæmi
þess eru einnig mörg og ákjósanlega vottfest.
'Furðuleg þykir mér sagan einkum fyrir það, að frúin
skuli einmitt fara að venja komur sínar í það hús, sem
ári síðar verður heimili hennar, sem hún hefur enga hug-
mynd um að sé til, þegar hana fer að dreyma draumana.
Hvernig stendur á því? Ilver ræður þessum ferðum henn-
ar? Forlagatrúarmenn munu segja, að þetta hús hafi af
máttarvöldunum verið ákvarðað sem framtíðarheimili