Morgunn - 01.12.1943, Side 78
172
M 0 R G U N N
an mikla mun á skynjun vovri og sinni, en þeir, sem lengi
eru búnir að vera í andaheiminum, tala aftur á móti um
þetta miklu oftar. Þeir segja oss það sem sína reynslu, að
þegar sálin, sem forðum bjó í hinum jarðneska líkama, sé
búin að sameinast sínu „meira sjálfi“, sínum fullkomn-
ari veruleika í andaheiminum, þá sjáum vér það bezt,
hve jarðlíf vort var ófullkomið líf, fátækt að skírleika,
sjón og skilningi, eða m. ö. o., að jarðlífið hafi ekki verið
annað en næturvaka hjá þeim mikla morgni víðtækara
lífs, sem bíði vor í hinunr komandi heimum.
Einn af vitsmunamönnum síðustu aldar, sem jafníramt
var mikill trúmaður og mikill Kristdýrkandi, drepur á
þessa. kenning í fögru kvæði, sem þýtt hefur verið á ís-
lenzka tungu, og segir þar m. a. svo:
„Fæöing er dauði, — svefn um stuttar stundir".
Ilann var sannfærður um, að jarðlífið væri í rauninni
eins og nokkurs konar svefn-ástand, eða ekki meira en
næturvaka hjá þeim miklu víðtækari möguleikum til
mannvits, kærleika, vizku og máttar, sem biðu vor hinu
megin við dagsbrún hins mikla morguns.
Þessi hugsjón gerði mannssálina miklu dásamlegri og
dýrlegri í augum hans en fyrr. Á grundvelli þessarar
kenningar skildi hann betur en áður boðskap Krists um
ómetanlegt gildi hverrar sálar, jafnvel smæsta smæl-
ingjans á jörðunni, því að þá sá hann, að smælinginn er
í rauninni annað og meira en sá vesali einstaklingur, sem
mennirnir sáu og þekktu. Jafnvel glæpamaðurin.n fékk
annað og meira gildi í augum hans. Jafnvel hann var í
innsta eðli sínú annað og meira en þessi vesalings ófull-
komni maður, sem meðbræður hans sáu ataðan í ástríðum
og synd. Einnig hann var ekki annað en ófullkomið brot
af því, sem hann raunverulega var, þótt dýrð hans væri
hulin á bak við þann dökka hjúp, sem að heiminum vissi
og öðrum mönnum var sýnilegur.
I sambandi við það mál, sem ég hefi nú verið að leitast