Morgunn - 01.12.1943, Blaðsíða 79
M 0 R G U N N
173
við að gefa yður nokkra hugmynd um, ritar höfundur
einn, sem um þetta sérstaka efni hefur allmikið skrifað,
á þessa leið: „Sannarlega erum vér að komast að raun
um, að sönnun framhaldslífsins leiðir oss til óhemjulega
víðtækra og jafnvel furðulegra ályktana. Vér erum að
byrja að sjá, að það eru engar ýkjur, að sönnun fram-
haldslífsins er mikilvægasta málið, já, í dýpra skilningi:
eina málið! Sé það ekki rétt, hlýt ég að hafa leyfi til að
spyrja: hvaða mál annað er þýðingarmeira?“
Ein þessara „víðtæku og jafnvel furðulegu ályktana“.
sem höfundur þessara ummæla á við, er tilgátan um
„flokksálina“. Ég vil biðja yður að rangnefna ekki þetta
hugtak með orðinu „hópsál“, sem allmikið er notað í nú-
tímamáli og merkir allt annað, merkir það, að maðurinn
verður svo sefjaður af umhverfi sínu, að haiin missir
einstaklingsvilja sinn og verður þrælbundinn af annara
manna skoðunum, óskum og vilja
Ilvað er þá átt við með orðinu „flokksál“.
Það er æði flókið og erfitt viðfangsefni, en ég mun
reyna að setja það fram svo ljóst, sem mér er unnt.
Efniviðurinn að þessari tilgátu er að nokkru leyti kom-
inn frá hinum miklu andaleiðtogum, sem vér höfum haft
samband við og hafa flutt oss merkilegan boðskap, en
að sumu leyti er þessi tilgáta reist á reynslu vorri þegar
hér í jarðlífinu, reynslu, sem vér fáum einkum á meðan
vér sofum og höfum samband við þann „flokk“, sem vér
tilheyrum í hinum heiminum.
Oss er sagt að vér tilheyrum öll einhverjum ákveðnum
flokki í eterheiminum.
Það er staðhæft við oss, að jörðin sé ekki vort sanna
heimkynni. Á jörðunni séum vér „gestir og útlendingar",
eins og Páll postuli komst að orði, og að vér séum hing-
að komin til þess að læra af þeim takmörkunum og hindr-
unum, sem jarðlífið leggur fyrir oss.
Á meðan vér enn erum í andaheiminum kemur til vor
kall um það, að vér eigum að holdgast á jörðunni. Vér