Morgunn - 01.12.1943, Side 81
M 0 R G U N N
175
Ilvað viðkemur jarðlífi voru, finnum vér öll að vér er-
um bundin ósýnilegum, leyndardómsfullum böndum á
margan hátt. Vér höfum ósjálfráða tilhneiging til sumra
manna, og þeir aftur til vor, án þess að vér skiljum or-
sakir þess. Aftur og aftur liggja leiðir vorar saman við
sama fólkið, og oft með ákaflega óskiljanlegum og ó-
væntum hætti og á óvæntum stöðum. Jafnvel finnst oss
stundum vér þekkja fólk, sem vér höfum sannanlega
aldi’ei séð áður á jörðunni. Vér höfum gott geð á fólki,
eða ógeð, við fyrstu sýn, og það að því er virðist alger-
lega að ástæðulausu. Sumir andaleiðtogarnir hafa bent
oss á, að út frá tilgátunni um flokksálina eigi þetta að
vera oss skiljanlegt.
Og þeir segja oss ennfremur, að þegar jarðlífi voru
sé lokið og vér séum komin inn í eterheiminn, samein-
umst vér flokknum sem vér tilheyrum þar, leggjum í
sameiginlegan sjóð allt, sem vér höfum lært af gleði og
sorgum jarðlífsins.
Þetta gerum vér þegar að nokkru leyti í jarðlífinu,
vér miðlum þar öðrum, sem í umhverfi voru eru og vér
erum í sambýli við, af reynslu vorri og þekkingu, og
þegar vér höfum það í huga, að einnig í eterheiminum
gerir sálin, sem komin er úr jarðvistinni þetta, er það
öllum skiljanlegt, að þessi sameign um þekkinguna og
reynsluna eykur stórum reynslu og þekking hvers ein-
staklings í flokknum og flýtir þannig fyrir þróun hverr-
ar einstakrar sálar og flokksins í heild.
Ef þú spyr: „Ilversvegna hefur Guð valið þessa leið
fyrir þróun vora, að láta oss þroskast saman í flokkum?"
er ekki öðru hægt að svara en því, að vér, takmarkaðar
verur í fjötrum efnisins, getum ekki rannsakað dýpstu
ráð Guðs, en að vér eigum öll að geta skilið, hvílíkur á-
vinningur það er fyrir hvern einstakling, að eiga þannig
aðgang innan vissra takmarka, að sameiginlegri þekking
og vizku alls flokksins.