Morgunn - 01.12.1943, Síða 84
178
M O R G U N N
sem vér lifum í. En hennar dýrð hlýtur að fylla oss vax-
andi lotning fyrir mikilleik, speki og mætti hans, sem er
höfundur þessarar dásamlegu tilveru. Þeir, sem á undan
oss eru farnir, og vér helgum þessa kvöldstund, sjá undur
þessarar dýrðar ljósar en vér, en næturvakan á að víkja
fyrir hinum mikla, bjarta morgni, sjón vor á að skýrast,
unz vér eigum að sjá það, sem þeir sjá, í ljósi þeirrar
veraldar, sem við oss tekur, og umlykur oss nú þegar á
alla vegu.
Sálræn fyrirbrigði í enska þinginu.
Einu sinni, meðan enski þingmaðurinn Sir Carne
Rasch lá veikur heima hjá sér, sáu tveir þingmenn aðrir,
Sir Gilbert Parker og Sir Arthur llayter, hann í þing-
salnum. I frásögn sinni af þessum atburði segir Sir
Gilbert þannig frá: ,,Ég kinkaði kolli til Sir Carne Rasch,
en varð nokkuð hissa, þegar hann tók kveðju minni þann-
ig, að hann starði á mig og svaraði ekki, er ég spurði
hann“. Sir Gilbert segir ennfremur, að Sir Carne, vinur
hans, hafi því næst horfið skyndilega en hljóðlega, sér
iiafi þá ekki komið annað til hugar en að sér hefði birtzt
draugur og að Sir Carne hefði dáið af sjúkleika sínum.
Sir Arthur Uayter var einnig sannfærður um að hafa séð
Sir Carne ljóslifandi í þingsalnum, og kveðst hann hafa
furðað sig á tvennu, bæði því, hve fölur hann var, og eins
hinu, að hann var all fjærri sætinu, sem hann var vanur
að sitja í á þingfundum.
Dr. Marc Macdonnett var annar brezkur þingmaður,
sem tvívegis, tvo daga í röð, sást í þingsal neðri deildar,
meðan hann lá raunverulega sjúkur heima. Þingmenn