Morgunn - 01.12.1943, Side 89
M O R G U N N
183
um öldum, þarf engan veginn að vera það í dag-. Vér
þurfum nýtt vín á hina gömlu belgi, ef kirkjan á ekki
að glata með öllu því valdi, sem hún hefur fram til þessa
haft. fslenzkir prestar eru vissulega þeir menn, að þeir
sjái hvert nú stefnir um áhrif kirkjunnar, ég hefi ástæðu
til að ætla, að sumir þeirra sjái það betur en leikmenn
gera, sem stundum láta ekki standa á dómunum, og það
getur ekki hjá því farið, að þeir sjái, að það mál, sem
gerði séra Harald að postula íslenzkrar kristni, býr yfir
mætti til að blása lífi í hið hnignandi kirkjulíf þjóð-
arinnar.
Meðal leikmanna, almennings í landinu, á sálari’ann-
sóknamálið sívaxandi vinsældum að fagna. Það er ekki
hægt að nefna neinar tölur, þær eru
LEIKMENN. ekki fyrir liendi, en að spíritistar séu
nú miklum mun fleiri á íslandi en
þeir voru fyrir 25 árum, þegar S. R. F. f. var stofnað,
er yfir allan efa hafið. Stöðugt verða fyrir oss menn úr
alþýðustétt, úr verzlunarstéttinni, iðnaðarmenn, bændur
og ekki sízt sjómenn, sem vér höfðum enga hugmynd
um, að væru málefni voru hlynntir, en hafa á því hinar
mestu mætur og eru þyrstir í fræðslu um það.
Fyrir nokkrum mánuðum (í okt. síðastl.) birti Sjó-
mannablaðið Víkingur eftirtektarverða grein eftir mæt-
an mann, Júlíus Ólafsson, vélstjóra. Greinin heitir:
„Trúðu á tvennt í heimi“. Tilefni hennar var, að Grímur
Þorkelsson stýrimaður hafði áður ritað grein um hið
væntanlega dvalarheimili sjómanna, sem þegar hefur
safnast til stórfé, og er það vissulega að verðleikum.
Júlíus Ólafsson er G. Þ. sammála um, að Laugarnestang-
inn sé mjög æskilegur staður fyrir dvalarheimilið, en
þá segir hann á þessa leið:
„Mig langar til að gera athugasemd við persónuleg
ummæli G Þ., þar sem hann er aö lýsa útsýninu í Laug-
arnesi og nauðsyn liinna öldruðu sjómanna á fegurð og
ró, þegar undirbúningurinn er hafinn fyrir alvöru að