Morgunn - 01.12.1943, Síða 90
184
M O R G U N N
SJOMAÐUR
SKRIFAR:
síðustu langferðinni, sem (eins og hann segir) „liggur
um hið ókunna úthaf eilífðarinnar, en ferðalögunum um
þær slóðir hefir engum tekizt að lýsa svo, að nokkurt
mark sé á takandi, því að enginn hef-
ur átt þaðan afturkvæmt til þessa,
hvað sem síðar kann að verða“. Þessi
ummæli eiga ekki stað í veruleikanum. Framhaldslífið er
margsannað með óvefengjanlegum rökum af sálarrann-
sóknamönnum nútímans og Guðspekingum. )Leturbr.
ritstj.). Öll meiri trúarbrögð mannkynsins staðhæfa, að
mennirnir lifi líkamsdauðann. Ekkert nema þekkingar-
leysi á þessum málum getur staðhæft, að „engum hafi
tekizt að lýsa svo nokkurt mark sé á takandi löndunum
fyrir handan, því enginn hafi átt þaðan afturkvæmt“.
Sálarrannsóknamenn nútímans hafa margsannað, gegn
um miðla, að maðurinn lifi líkamsdauðann, að hinn svo-
kallaði dauði sé fæðing inn á annað tilverusvið, að eftir
nokkura hvíld þar haldi störfunum áfram eftir þeim
þroska og löngunum, sem hver og einn er búinn eftir
þetta jarðlíf, og að hver og einn njóti eða gjaldi, eftir
því hvernig á var haldið hér í heimi. Ilvernig átti þetta
að vera ööruvísi. Bókmenntir sálarrannsóknanna ei’U tug-
ir þúsunda binda með hundraðföldum óvefengjanlegum
sönnunum um framhaldslífið.
Fjöldi af stærstu mannsöndum heimsins á þessari öld
og frá byrjun nútíma þekkingar á sálarrannsóknunum
hafa lagt heiður sinn og manndóm að veði í leitinni að
sannleikanum um framhaldslífið. Öll hugsanleg tækni hef-
ur verið notuð í þágu rannsóknanna, allrar hugsanlegrar
varúðar hefur verið gætt, að láta ekki blekkjast, enda
hefir árangurinn orðið stórkostlegur sigur fyrir rann-
sóknamennina og mannkynið í heild. Nú þarf ekki leng-
ur að lifa í trú á það, lxvað um sálirnar verður, heldur í
þekking. Sú þekking er blessunarlind og farvegur að
meiri þekking Guðs á geim. Þessi jörð er áfangi á langri
þroskaleið.