Morgunn - 01.12.1943, Qupperneq 97
MORGUNN
191
Rausnarleg gjöf.
1 IIÚSBYGGINGARSJÓÐ S. R F. I.
í sambandi við 25 ára afmæli Sálarrannsóknafélagsins
var því sýnd vinsemd á ýmsan veg og gefnar gjafir.
Stærst var sú gjöfin, sem félaginu barst frá past. emer.
séra Magnúsi Bl. Jónssyni frá Vallanesi, en hann gaf hús-
byggingarsjóði félagsins finnn þúsund króna minningar-
gjöf um seinni konu sína, frú Guðríði Ólafsdóttur f.
Hjaltested.
Frú Guðríður var fædd í Reykjavík 1864 og var einka-
barn foreldra sinna, Ólafs Hjaltesteds og konu hans Þor-
gerðar Magnúsdóttur, sem síðar giftist Brynjúlfi Odds-
syni bókbindara í Rvík.
Rúmlega tvítug giftist hún Þorvarði Kjerúlf lækni og
alþingismanni og fluttist þá austur að Ormarsstöðum í
Fellum. Þar var orðlagt rausnarheimili, sem hin glæsilega,
unga Reykjavíkurkona prýddi með rausn og elskusemi
við gesti og heimamenn. Sonur Þorvarðar læknis af fyrra
hjónabandi hans var Eiríkur Kerjúlf, síðar læknir. Árið
1893 andaðist Þorvarður Kjerúlf, en hin unga ekkja flutt-
ist til Reykjavíkur með dóttur sína, Sigríði, sem nú er
kona Þorsteins Jónssonar á Reyðarfirði og íósturdóttur,
Aðalbjörgu Stefánsdóttur, prests á Iljaltastað. I Rvík
bjó frú Guðríöur að þessu sinni í tvö ár við mjög þröngan
efnahag, en fluttist síðan til Seyðisfjarðar með móður
sína og telpurnar og vann þar að saumum. Um haustið
1898 fór hún sem bústýra í Vallanes, til séra Magnúsar
Bl. Jónssonar, sem þá var ekkjumaður og giftust þau
næsta sumar. I Vallanesi bjuggu þau fullan aldarfjórð-
ung en síðan í Rvík, unz hún andaðist 17. okt 1942.
Frú Guðríður eignaðist fjögur börn í hvoru hjónabandi,