Morgunn


Morgunn - 01.12.1944, Page 6

Morgunn - 01.12.1944, Page 6
100 M O R G U N N hennar göfugasta afkvæmi, en það var kenningin um end- urreisn alls, sem lifir, kenningin, sem segir oss: Það er aldrei vonlaust um nokkra sál. Þjáningar hennar kunna að verða miklar, ef hún hafnar vitandi vits vegi lífsins en aðhyllist helstefnu hatursins, lastanna og grimmdarinnar, en engin kvöl er eilíf. Máttur Guðs er meiri en vald synd- arinnar og miskunn hans kemst að lokum inn að sérhverri sál, hversu djúpt sem hún kann að vera fallin. Aldrei get- ur hlaðizt svo hörð skel haturs og óhreininda utan um sál- ina, að ekki finni einhverja leið rödd hins eilífa kærleika allífsins til þess að vekja guðsbarnið, sem í sálinni sefur, til meðvitundar um tilveru sína, vekja þrá hennar eftir hreinleika og æðra lífi, unz sú þrá er vöknuð og knýr sál- ina til þess að ganga fyrstu sporin á þeirri braut, sem fyrir guðlega náð og hjálp helgra anda verður öllum sál- um að lokum sigurbraut. Þenna mikla boðskap flutti Kristur niður í vansælu- staðina, boðskapinn mikla um endurreisn alls, sem lifir, lausn þess úr fjötrum og fangelsi, boðskapinn um leiðina, sem allar sálir verða að fara, frá myrkri til ljóss. Og þenna boðskap ættum vér spíritistar að elska, svo merkilega stað- festing á honum hafa skeytin að handan flutt oss, svo margt hefir oss þaðan verið um sannleika hans sagt. Vitneskjan, sem vér höfum hlotið eftir hinum sálrænu leiðum um lif æðri heima. segir oss, að þar sé þjónustan hið æðsta lögmál. Raunar ekki höggvið í stein, eins og lögmál Gyðinganna, og ekki heldur letrað á blað, eins og lögin eru hjá oss, heldur rist á hjörtu þeirra, sem því há- leita lífi lifa. Sú þjónusta nær með margvíslegu móti til vor, inn í jarðneska heiminn, þótt vér höfum sjaldnast hug- mynd um það vegna þess, að þeir dylja sjálfa sig, sem þannig þjóna oss, svo mikið hafa þeir af herra sínum lært, honum, sem allar gjafir sínar gefur og dylur sjálfan sig um leið. Sem nafnlausir verkamenn hins æðsta herra vinna þeir og leita launanna í þjónustunni einni. Á minningardegi framliðinna vina minnumst vér þess,

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.