Morgunn


Morgunn - 01.12.1944, Page 48

Morgunn - 01.12.1944, Page 48
142 MORGUNN rétt lýst. Það sáum við, þegar við vorum við útförina hans á þeim stað tveim dögum síðar. Herpresturinn bað mig að koma með sér í skrifstofu sína og athuga, hvort ég vildi taka með mér eitthvað af munum drengsins míns,- Hann fékk mér fyrst skrín, sem miðillinn hafði lýst, og er ég opnaði það, fann ég þar hópmyndina, sem Pétur hafði lýst hjá miðlinum, hópmynd af flugforingjum, og var Pétur þar fremstur á myndinni. Um þetta var okkur gersam- lega ókunnugt áður. Þessi fundur sannfærði okkur um, að samband við hina látnu er mögulegt, og við tókum nú að rannsaka málið al- varlega. Við kynntumst ýmsum félögum og sátum marga miðlafundi, og við fengum óslitinn straum af algerlega sannfærandi sönnunargögnum. Við sannfærðumst um, að drengurinn okkar væri mjög vel lifandi og vissi um það, sem gerðist hjá okkur. Við tókum yngra son okkar með okkur á tvo fundi, er hann var heima í leyfi frá hernaðinum, og nú lofum við Guð fyrir, að hann sannfærðist einnig og gekk síðan í gegn um margar hættur í þeirri öruggu vissu, að ef hann biði líftjón, færi hann þegar til fundar við heittelskaðan bróður sinn. Þessir tveir sveinar voru óaðskiljanlegir. Og Derek (yngri bróðirinn) hafði rétt fyrir sér, hann sameinaðist bróður sínum, því að nú vitum við, að Pétur bróðir hans var raunverulega hjá honum, þegar hann yfir- gaf jarðneska líkamanum. Um fall Dereks í orustu fréttum við á mánudagsmorgni, en þrátt fyrir þekkinguna, sem við höfðum nú fengið á dauðanum, var nú um engu minní sorg hjá okkur að ræða, en þegar við misstum eldra dreng- inn okkar. Við ákváðum þegar að fá fund hjá miðli, sem við höfð- um oft setið hjá áður, og fundinum var lofað á næsta degi. Um fall Dereks hafði enn ekkert verið birt, og það var óhugsandi, að miðillinn vissi nokkuð um það. Það er einnig víst, að við létum enga sorg á okkur sjá, því að miðillinn, sem er innilega guðhrædd kona, varð á-

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.