Morgunn


Morgunn - 01.12.1944, Page 49

Morgunn - 01.12.1944, Page 49
MORGUNN 143 kaflega hrygg eftir að hún vaknaði af transinum og við sögðum henni, hvað orðið hefði um drenginn okkar, en fyrir fundinn hafði hún verið glaðleg og vingjarnleg og talað við okkur eins og hún var vön og eins og ekkert sérstakt hefði fyrir okkur komið. Þegar, er hún var komin í transinn, varð hún óvenju- lega alvarleg á svipinn. Hún sagði, að það væri eins og þykkt ský yfir öllu húsinu og stjórnandinn kæmist ekki vel að okkur. Pétur (eldri bróðirinn) kom nú og var mjög alvarlegur. Hann kvaðst ekki hafa getað afstýrt slysinu. Við forðuðumst að gefa miðlinum nokkrar upplýsingar, en smám saman varð henni allt ljóst, sem gerzt hafði. Andlit hennar breyttist og kom sársaukasvipur á andlit hennar, sem venjulega er mikil rósemi yfir. „Hefir ekki einhver farið yfir? Pétur sýnir mér hrúgu af blómum, sem tákna dauða“. Við sögðum það vera í'étt. „Nei, nei, bróðir! Pétur segir, að það sé bróðir hans. Drukknaði hann? Þeir eru að sýna mér vatn“. Við neituð- um því. „Jæja, það er eitthvað í sambandi við vatn. Nú sýna þeir mér skip. Var það herskip?“ Við neituðum því. „Það er einhverskonar herskip. Ég sé skotið úr byssum upp í loftið. Pétur segir, að það hafi verið ráðizt á það úr loftinu“. Þetta var í’étt. Skipið var tundurskeytabátur, sem flug- vél Deiæks réðst á. Pétur sagði okkur, að Dei’ek væi’i að hvílast, en vissi um nærveru okkar, og'væi’i nú að segja honum, hvað hann ætti að segja. Hann segðist hafa feng- ið rólegt andlát, sem við fengum síðar að vita, að var rétt. Hann segði einnig, að þrír aðrir hefðu farizt með honum (það vissum við áður), og hann kom með þrjú nöfn þeirra. Þrem dögum síðar fengum við að vita, að tveir af mönnunum, sem með honum fórust, höfðu boi’ið þessi nöfn. Margar fleiri sannanir komu fi’arn. Svo stóð á, að góðir vinir okkar voru einnig hai’mþi’ungnir um þessar mundir ýfir sonarmissi. Sá sonur kom þai’na með skilaboð til for-

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.