Morgunn


Morgunn - 01.12.1944, Page 12

Morgunn - 01.12.1944, Page 12
106 MORGUNN trylltum hildarleik vígvallanna. Maðurinn getur vitanlega andast með slíku hugarfari, að hjálparverurnar komist ekki að honum strax, en óðara og það er hægt er hjálpin komin. Þessar líknarverur eru jafn-þroskaðar í kærleika og í speki. Ef þær eiga ekki djúpsettan kærleika, umburð- arlyndi með yfirsjónum og breyskleika hins deyjandi manns, skilning á eðli hans og örlögum, eru þær ekki til starfsins valdar, fá ekki að vinna það. Þannig stendur á því, að það er ekki ævinlega, að nákomnir ættingjar hins látna veiti honum fyrstu aðhlynninguna. Ef þeir eru ekki til þess þroskaðir, fá þeir ekki að vinna það starf, jafnvel þótt þeir óski þess. Oss hefir verið sagt, að vinirnir frá draumaheiminum, sem vér höfum ef til vill enga hugmynd ,um í dagvitund vorri, að vér þekkjum, veiti oss oft hina fyrstu hjálp. Það er staðhæft við oss, að á meðan líkaminn hvílist í svefni, fari sálin oft úr líkamanum inn í heim and- anna, og eigi frá þeim nætursamfundum vini, sem vér vit- um ekki um, er vér vöknum. Þessir vinir þekki oss, vort innsta eðli, oft betur en vér sjálf, og þeir verði stundum hinir fyrstu, sem taki á móti oss hinumegin við landa- mærin. Og hann steig niður til heljar, er hugleiðingarefni vort i kvöld. Með nokkurum orðum og dæmum hefi ég leitast við að gera yður ljóst, hvað þessi miklu orð hafa að merkja, og oss er þá einnig ljóst, að á þessum orðum hljótum vér spíritistar að hafa alveg sérstakar mætur. Frumorsök þess- arar þjónustu, sem hvarvetna er framkvæmd í tilverunni, er Guð. Eins og sérhver geisli, sem vermir oss og lýsir, er boðberi sólarinnar, frá henni kominn, svo er sérhver sá, sem minnstu hlutdeild á i þessu þjónustustarfi, sendi- boði Guðs, sem vinnur hans heilaga verk. Og getur nokk- uð verið dýrlegra en að vera geisli frá sól hinnar miklu miskunnar alverunnar? Vér eigum öll að geta séð það þeg- ar í þessum heimi, og vér sjáum það enn betur í hinum komanda, að engin meiri blessun og engin meiri hamingja er til, en að mega taka þátt í þessu starfi.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.