Morgunn


Morgunn - 01.12.1944, Blaðsíða 22

Morgunn - 01.12.1944, Blaðsíða 22
116 MORGUNN ekki á hann. Hann gekk frá einum til annars, frá þeim, sem hann þekkti, til þeirra, sem hann var ókunnugur, en enginn tók neitt eftir honum. Hann gekk götuna á enda, þangað sem hún kom saman við aðalgötuna. Aftur sneri hann sér að ýmsum mönnum, sem stóðu hér og hvar í smá- hópum, en þeir svöruðu honum ekki. Hann tók eftir því, að þeir, sem gengu eftir gangstéttinni, fóru varlega, eins og þeir væru að þreifa sig áfram og honum varð illa við, þegar hann athugaði, að myrkvunartíminn var kominn, að það var sýnilega svarta myrkur og að þetta fólk var þess vegna að þreifa sig áfram með erfiðleikum. En honum fannst bara þokuloft og mátulega bjart fyrir sig til að sjá hluti og menn all-greinilega. Hann fór nú að brjóta heilann um það, hvort hann mundi nú vera eins ómeiddur og hann hafði haldið í fyrstu. Hann fór að hugsa um, hvort hann mundi hafa fengið heilahristing, þegar sprengjan féll, og hann mundi eftir sög- um, sem hann hafði heyrt um skrítnar afleiðingar af slíku, sem oft höfðu komið fram löngu síðar. Hann þuklaði vandlega um höfuðið á sér, en gat ekki fundið merki um neinskonar meiðsli, en það hughreysti hann ekki að fullu, af því að hann hélt, að menn gætu feng- ið heilahristing, án þess, að þess sæjust nokkur ytri merki. Allt í einu fannst honum hann vera ósköp einmana og dálítið óttasleginn, eins og barn, sem hefur villzt á ókunn- an stað. Hann herti upp hugann og ákvað að gefa sig fram í næsta sjúkrahúsi og segja frá þessum einkennum, sem hon- um var svo illa við, í þeirri von, að hann fengi ekki aðeins læknishjálp, heldur einnig skýringu á þessum einkenniiegu hugarórum, — þvi að nú þóttist hann neyddur til að líta þennig á þetta, — að hann hefði talað við menn, sem höfðu ekki svarað honum, þegar hann yrti á þá. Já, hann hélt, að þessi hugmynd, að hann hefði taiað við menn, hlyti að vera hugarburður eða hugarórar, sem stöfuðu af ringli i heila hans. Líklega hefði hann ekki getað látið rödd sína
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.