Morgunn


Morgunn - 01.12.1944, Side 58

Morgunn - 01.12.1944, Side 58
152 MORGUNN Hugboð um dánardægur? 1. des. í vetur (1944) var hjá hjá mér staddur Þorgeir Jóhannesson, bóndi að Túnsbergi í Hrunamannahreppi. Sagði hann mér það frá samskiptum sínum við vin minn og skólabróður, Gunnlaug Briem Einarsson, prests í Reyk- holti, að þegar þeir voru saman í bændaskólanum á Hvann- eyri veturinn 1914—15, hafi Gunnlaugur og aðrir skóla- bræður hans skrifað nöfn sín, heimilisfang og fæðingar- dag og -ár í bók, sem Þorgeir ætlaði að geyma til minja um skólabræður sína. 1 bók þessa skrifaði Gunnlaugur nafn sitt og heimili, en auk þess skrifaði hann þetta F. 19.9. ”97. D. 32 . .. . árið .... Þorgeir kvaðst litla athygli hafa veitt þessu fyrr en Gunnlaugur andaðist, rúmum f jórtán árum síðar. Las Þor- geir þá, í eftirmælum um hann í Isafold, að hann hefði and- ast á afmælisdaginn sinn, er liann varð 32 ára. Þorgeir Jóhannesson hafði meðferðis, máli sínu til sönn- unar, blað það úr bókinni, sem Gunnlaugur hafði skrifað á, og þekkti ég vel rithönd hans, sem mér var vel kunn. En við útskrifuðumst saman úr háskólanum að vori þess árs, er Gunnlaugur andaðist að hausti. Enginn mun hafa orðið þess var, að Gunnlaugur bygg- ist við skammlífi. Hann var þrekmaður og hið mesta mannsefni, er hann andaðist. En kynlegt er, að hann skyldi þannig skrifa skapadægur sitt, í glöðum félagahópi, f jórtán árum áður en það kom fram. Jón Auðuns. Rétt skrifað eftir frásögn minni. Þorgeir Jóhannesson (sign.)

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.