Morgunn


Morgunn - 01.12.1944, Blaðsíða 54

Morgunn - 01.12.1944, Blaðsíða 54
148 MORGUNN er sú stórfellda þróun möguleg, þeirra sálrænu hæfileika, sem nú eru smánaðir, fyrirlitnir og látnir þjóna auðvirði- legum markmiðum. Hver er þá þessi sálræni hæfileiki? Er það nýr hæfileiki, sem kom í ljós hjá Fox-systrunum fyrir meira en 90 árum? Fjarstæða! Það er hæfileiki, sem hefir verið förunautur mannkynsins frá eilífð, frá því áður en sögur hófust. Hann er einn af þáttum mannlegs eðlis. Ég hygg, að oss beri að skoða hann sem það tæki, er skaparinn hafi gefið oss til að afla oss með þeirrar þekkingar á lífi sálarinnar, sem er grundvallarskilyrðið fyrir andlegri þróun. Hvað er sálin? Sálin er sálarlíkaminn, sem er innibyrgð- ur í efnislíkamanum, sálarlíkaminn, sem er bústaður and- ans, sjálfsins, aflsins, sem stjórnar líkamanum, hugans. Samkvæmt hyggju spíritistanna er þessi sálarlíkami eter- líkami, sem gegnsýrir efnislíkamann eins og eterinn gegn- sýrir loftið og rúmið. Og er það ekki eftirtektarvert að minnast þess, að þessi ætlun spíritistanna nú á tímum, að eterinn sé uppistaða sálarinnar, staðfestir trú þá, sem Pythagoras boðaði á 6. öldinni f. Kr.? Pythagoras, hinn mikli andlegi leiðtogi og heimspekingur, fullyrti, að sálin væri hálf-efniskennd, eterísk, og væri aðsetur andans, sjálfsins, hins stjórnandi máttar. Hann kenndi ennfremur, að sálin væri lík útlits og jarðneski líkaminn og að í dauð- anum flyttist andinn burt úr efnislíkamanum í sálarlíkam- ann. Pythagoras trúði ennfremur því, að skapandi eter- efni gegnsýrðu alla sýnilega hluti og að í gegnum þetta eterefni, eða með það sem millilið, verkaði hinn guðlegi hugur á hinn sýnilega heim. Eterefnið væri þvi hinn mikli milliliður milli hins sýnilega og hins ósýnilega, milli anda og efnis. Ég geri ráð fyrir, að yður sé það öllum kunnugt, að sá nútímamaðurinn, sem haldið hefir fastast fram svipaðri skoðun á eternum og hlutverki hans í alheiminum, er Sir Oliver Lodge.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.