Morgunn


Morgunn - 01.12.1944, Page 29

Morgunn - 01.12.1944, Page 29
MORGUNN 123 og margvíslega reynslu í þvi starfi, mundi vera reiðubúinn til að gefa honum leiðbeiningar og sömuleiðis að vera með honum, þegar hann gerði fyrstu tilraun sína til að nálgast móður sína. Hann var varaður við því, að honum gæti reynzt erfitt, að láta hana beinlínis sjá sig eða heyra og ef honum mistækist að fá beint samband við hana, þá mætti hjálpa honum til að fá það í gegnum líkama einhvers ann- ars manns, sem hefði þroskaðri sálræna hæfileika, en henni væru gefnir. , Fyrst var Geoffrey dálítið mótfallinn þessari hugmynd. Honum fannst að ást sú og skilningur, sem alltaf hefði ríkt milli móður hans og hans, væru nægileg til þess, að gera hann færan um að segja það, sem hann langaði til að segja. Hann var tregur til að láta í ljós innstu og persónuleg- ustu hliðarnar á ást sinni og umhyggju fyrir henni, í gegn- um ókunnuga manneskju. Meðfædd kurteisi hamlaði hon- um frá að segja þetta, en faðir hans fann, hvað hann hugs- aði, skýrði honum frá því, að það væru ýmsir erfiðleikar, sem mættu manni, í sérhverri tilraun til að nálgast fólk á jörðunni beint, vegnavanþekkingarþeirraráandasambandi, sem enn ætti sér stað. Henni hefði að vísu smátt og smátt verið eytt, fyrir rannsóknarstarf ýmissa ágætra vísinda- manna, djúphyggjumanna og þeirra, sem lagt höfðu stund á þessi efni og boðið byrginn háði því og efa- semdum, sem oft var beitt gagnvart þeim, en hefðu þó að lokum gert niðurstöður sínar kunnar og virtar meðal ann- ara manna. Hann sagði, að móðir Geoffreys hefði efalaust einhverja sálræna hæfileika og vegna listfengis þess og næmleika, sem hún væri gædd, mundi hún að hkindum vera móttækilegri fyrir andaáhrif en menn yfir- leitt. Samt gæti verið erfitt að hafa áhrif á hana á réttu augnabliki, þegar hún væri sjálf í hentugu skapi og ástandi. Eðlileg sorg hennar gæti vel haft svo æsandi áhrif á hana, að efasamt væri, hvort hægt væri að skapa rétt hugar- astand og sálræna móttökuhæfileika. Geoffrey fannst betta vera hverju orði sannara, þegar hann gerði fyrstu

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.