Morgunn - 01.12.1944, Qupperneq 7
MORGUNN
101
að þessi dásamlega þjónusta, sem til vor nær inn í hinn
jarðneska heim, nær einnig og ekki síður til þeirra, sem
yfir iandamærin flytjast.
Um þetta háleita starf getum vér enga hugmynd gert
oss fyrr en oss lærist að skilja, að á hinum æðri lifssvið-
um er hið botnlausa síngirniskapphlaup mannanna á jörð-
inni talið óhamingja, talið heimska, en þjónustan er talin
hamingja, talin speki, vegna þess, að sá, sem þjónar, sé i
samræmi við lögmál hins hæsta, í samræmi við sjálft lífs-
lögmál hamingjunnar í tilverunni.
Yngstu vísindin á jörðinni, sálarrannsóknavísindin, sem
vér erum sannfærð um, að hafi nú þegar flutt og muni
þó í enn ríkari mæli flytja mannkyninu mestu blessunina,
visindin, sem vér höfum hlotið mikla blessun af og félag
vort er boðberi fyrir hér á Islandi segja oss margt um
hamingjuna að deyja. En þau segja oss einnig margt um
ægilegar afleiöingar þess, að lifa í löstum og vonzku. Enda
þótt næsta lífssviðið, sem vér flytjumst til eftir viðskilnað-
inn við jarðneska iíkamann, sé vafalaust að ýmsu leyti
miklu líkara jarðarsviðinu en fiestir menn gera sér ljóst,
eru lífsaðstæðurnar þar að sumu leyti mjög ólíkar því, sem
er á jörðinni, og því vitum vér ekki til fulls, að hve miklu
leyti er um líkingamál að ræða í skeytunum að handan,
þar sem lýst er dvalarstöðum hinna ógæfusömu, vegna
þess, að á öðrum lífssviðum er um svo mörg hugtök að
ræða, sem óþekkt eru á jörðinni, að þeir, sem eru að reyna
að koma skeytunum í gegn um miðlana, eiga við mikla
erfiðleika að stríða, þegar þeir eru að koma vitneskju til
vor um lífið í þeirra heimi. Þessvegna verða þeir tíðum
að nota líkingar, sem vér verðum aftur á móti að reyna að
ráða rétt. Af því verður skiljanlegt með hve mikilli varúð
vér verðum að taka skeytunum, m. a. lýsingunum af van-
sælustöðum framliðinna. Bjarta hliðin á þeim dapurlega
boðskap er sú, að þar er stöðugt verið að tala um þá, sem
gegnþrungnir Krists-elskunni, kærleika kærleiksmeistar-
ans, „stíga niður til heljar“ eins og hann og flytja þar boð-