Morgunn


Morgunn - 01.12.1944, Side 10

Morgunn - 01.12.1944, Side 10
104 MORGUNN Fráleitt getum vér gert oss meira en mjög ófullkomna hug- mynd um starfsemi hans, leyndardómur veru hans er til þess of háleitur, en svo virðist, sem allt þetta heilaga starf sé með einhverjum hætti starfið hans. Hann sagðist forð- um vera í heiminn kominn til þess, að „leita að hinu týnda og frelsa það“. Vér trúum því, að það starf vinni hann enn og að enda þótt jörðin hafi útskúfað honum, hafi hann aldrei yfirgefið bræður sína og systur á jörðinni. I bók- menntum sálarrannsóknanna er víða vikið að því, að þetta sama starf vinni hann og innblási aðra til að vinna í rökk- urálfum andaheimsins. En þessi heilaga þjónusta er ekki takmörkuð við van- sæiustaðina annars heims, þótt ég hafi einkum dvalið við þá í kvöld og þótt ljós hennar lýsi hvað skærast í því dap- urlega myrkri. „Sjálfur leið þú sjálfan þig“, er orðtak hinn- ar heiðnu lifsstefnu, sem er arfur frá bernskuskeiði mann- kynsins, en orðtak hins kristilega viðhorfs er aftur á móti: „f kærleika skalt þú leiða bróður þinn“. Markmiðið er: endurreisn alls, sem lifir, lausn sérhverrar sálar, unz hún stendur sem fullgert listaverk og guðsmyndin, sem var vöggugjöf hennar, ljómar í sinni fullkomnu fegurð og tign. Þess vegna er þjónustan mikla veitt á öllum tilverusviðum. Hún er lögmál þeirra allra. Og vissulega þurfum vér hennar öll. Vér þurfum hennar riú þegar og njótum hennar með margvislegu móti, og vér munum hafa hennar mikla þörf, þegar vér förum af jörð- inni. Vér vitum ekki fyrr en á reynir, hverjar afleiðingar jarðlífsbreytni vorrar verða fyrir oss á næsta tilverusvið- inu og hvað vér þurfum að yfirvinna þar. Ef til vill vorum vér eigingjörn þar, sem vér jafnvel sízt hugðum, og þurf- um að bæta fyrir það með fórn og þjónustu. Vera má, að þar verðum vér þess vör, að hugsanir frá iiðnum árum, hugsanir, sem raunar komust ekki í framkvæmd en vér ól- um með oss, hafa sett merki sín á sálina. Þau sár verðum vér að græða svo vel, að engin ör verði eftir. Það gleymist hjá oss svo margt i hverfulleik líðandi stundar á jörðinni,

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.