Morgunn


Morgunn - 01.12.1944, Side 17

Morgunn - 01.12.1944, Side 17
M O R G U N N 111 faii þá oft úr líkamanum og inn í heim framliðinna og hafi fullt vitundarsamband við vini sína þar, enda þótt vér getum sjaldnast munað þá samfundi til nokkurrar hlít- ar, er vér vöknum. Það er sagt, að fyrir þessa samfundi sé söknuður hinna framliðnu eftir jarðnesku vinunum ekk- ert sambærilegur við söknuð vor jarðneskra manna. Ef þessu er svo farið, hefir móðirin vitanlega ótal sinnum verið búin að vitja drengjanna sinna hinumegin, þótt hún gæti ekki munað það að morgni, hún hefir þá getað fylgzt með þroska þeirra á hinum ýmislegu aldursskeiðum, og verður þá ekki skiljanlegt, að hún þekkir þá þegar í stað, er þeir komu að taka á móti henni, þegar hún flyzt yfir í þeirra heim? Hún þekkti þá í rauninni, þótt henm væri það ekki ljóst í hinni jarðnesku dagvitund. Og sé þetta svo, verður þá ekki einnig skiljanlegt, er synir hennar segja henni, að hún hafi haldið áfram að vera hjálpari þeirra og leiðtogi, eftir að þeir fóru af jörðunni? Vér vitum í rauninni ekki nóg um þetta til þess að geta fullyrt mikið, en það er margt í skeytunum, sem í gegn um miðlana berast, sem bendir til þess, að tilvera vor sé miklu leyndardómsfyllri og dásamlegri en oss grunar, og að sambandið milli heimanna sé miklu víðtækara og meira en fiestir menn gera sér Ijóst. J. A.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.